Endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Vinna við endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga var kynnt á Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í morgun af Árna Sverri Hafsteinssyni, sérfræðingi í innviðaráðuneytinu.

Frá Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga, málstofa um innviði og íbúðir. Ljósm.: IH

Í máli Árna Sverris kom meðal annars fram að síðustu stóru breytingar á Jöfnunarsjóðinum voru gerðar árið 1990 en þá voru sveitarfélög 204 talsins en í dag eru þau 64. Allt aðrar væntingar voru þá til þjónustu sveitarfélaganna og hefur hlutverk þeirra og skyldur gagnvart íbúum vaxið mjög. 

Í fyrirlestrinum kynnti hann drög að nýju líkani til að nota við útreikninga Jöfnunarsjóðs sem sameinar tekjujöfnunar-, útgjaldajöfnunar-, fasteignaskatts- og almennt grunnskólaframlag í eitt jöfnunarframlag. Tillagan var unnin af sérfræðingahópi Innviðarráðuneytisins samhliða störfum 

Sérfræðingahópur innviðaráðuneytisins vann tillögu að líkaninu samhliða starfi Tekjustofnananefndarinnar með því markmiði að framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga nýtist betur til að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga, gera fyrirkomulagið gagnsærra og nálgunina nútímalegri.

Horft er til þriggja meginforsenda í nýju líkani það er:

  • Ólíkum tekjuöflunarmöguleika sveitarfélaga
  • Ólíkri útgjaldaþörf
  • Sérstökum áskorunum

Í forsendunum er svo einnig litið til fleiri þátta svo sem íbúafjölda sem og land- og lýðfræðilegum forsendum.

Hægt er að fylgjast með beinu streymi frá fjámálaráðstefnu á vef ráðstefnunnar og upptökur verða aðgengilegar um leið og ráðstefnunni lýkur.