Nú stendur íslenskum sveitarfélögum, og landshlutasamtökum þeirra, til boða að sækja um styrki vegna verkefna sem miða að því að hreinsa ár og styrkja vistkerfi þeirra.
Hægt er að sækja um styrki vegna margvíslegra verkefna sem tengjast ám og hér er hægt að sjá dæmi um verkefni sem hægt er að nýta sem innblástur eða til að endurtaka á ykkar svæði. Styrkir geta verið allt að 100.000 Evrur og er umsóknarfrestur 16. október.
Hér er hægt að sjá frekari upplýsingar um styrkina og hér er hægt að sjá leiðbeiningar til umsækjenda.
Hægt er að skrá sig á vefnámskeið þar sem styrkirnir verða kynntir og hægt er að spyrja spurninga. Vefnámskeiðið fer fram þann 18. september og er hægt að skrá sig á það hér.