Skammtímaleiga á íbúðum í gegnum rafræna miðla eins og „airbnb“ hefur á nokkrum árum haft í för með sér miklar breytingar í flestum borgum Evrópu og þar á meðal í Reykjavík.
Í vinsælum ferðamannaborgum hefur þessi þróun leitt til þess að íbúðir hafa í stórum stíl verið teknar undir skammtímaleigu, hefðbundnar verslanir með langa sögu að baki hafa hrökklast á brott og íbúum finnst þér settir til hliðar. Þessi þróunin var svo hröð að yfirvöldum gafst ekki tími til að undirbúa viðbrögð og það hefur verið erfiðleikum háð að fylgjast með rafrænum leigumiðlum og fá nauðsynlegar upplýsingar frá þeim til að sinna eftirliti.
Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins, sem kom saman í október sl., fjallaði um þessi mál á grundvelli ítarlegrar skýrslu og samþykkti ályktun til sveitarfélaga og samtaka þeirra um að móta langtímasýn til að takast á við áhrif þessa anga deilihagkerfisins á hagsmuni íbúa og miðbæjarlíf og að setja eða endurskoða reglur um skammtímaleigu út frá slíkri sýn. Jafnframt var samþykkt að beina því til stjórnvalda á landsvísu að þau veiti sveitar- og svæðisstjórnum auknar heimildir til að framfylgja slíkum reglum og stuðning til ná upplýsingum frá rafrænum leigumiðlum. Þau þurfi einnig að vinna með sveitar- og svæðisstjórnum að sjálfbærum ferðamannastefnum. Skýrslan sem ályktunin byggir á gefur góða yfirsýn yfir áskoranir og tækifæri, hvernig borgir hafa brugðist við með setningu reglna og vandamál við að framfylgja þeim.
Í lokakafla skýrslunnar eru settar fram fjölmargar ráðleggingar til sveitarfélaga um möguleg viðbrögð. Í skýrslunni eru líka gefin dæmi um möguleika borga til að spyrna við að deiliheimili verði of ríkjandi á ákveðnum stöðum, sérstaklega í miðbæjarkjörnum, á kostnað íbúa með fasta búsetu.
Porto í Portúgal
Borgin leggur áherslu á fjölbreyta starfsemi í borginni þannig að einn rekstur sé ekki meira ríkjandi en annar. Borgaryfirvöld reka fjárfestingarverkefnið „Invest Porto“ til að berjast gegn því að túrismi verði of ríkjandi í borginni og notuðu tekjur af ferðamannaskatti til að stofna sjóð til að styðja við hefðbundna verslun í borginni. Þannig var hægt að koma í veg fyrir að búðir með langa sögu í miðbænum myndu loka.
Amsterdam
Sú staða var kominn upp í Amsterdam að gífurlegur fjöldi ferðamanna var búinn að raska jafnvæginu í borginni þannig að íbúum fannst þeir settir til hliðar. Borgin kom á fót verkefni „Borg í jafnvægi“ með því leiðarljósi að gestir séu velkomnir en íbúar hafi forgang. Borgin setti takmarkanir á því hversu margir leiðsögumenn mættu vera að störfum í miðbænum og öðrum vinsælum ferðamannastöðum og hefur lagt áherslu á að ferðamenn, sérstaklega þeir sem eru í vinnuferðum, dreifist á fleiri staði. Þáttur í því er að borgin hefur fengið önnur sveitarfélög í lið með sér til að vekja athygli á fleiri stöðum sem eru áhugaverðir fyrir ferðamenn.
Berlín
Berlín hefur gripið til ráðstafana til að bregðast við áhrifum skammtímaleiga á húsnæðismarkaðinn í borginni. Borgin hefur innleitt áætlun um sjálfbæra ferðamennsku í sátt við borgina[1] til að draga úr neikvæðum áhrifum skammtímaleigu á íbúa og fyrirtæki. Umsóknum um leyfi til skammtímaleigurekstrar hefur í sumum tilvikum verið hafnað og settar hafa verið strangari reglur, sem fela í sér hærri sektir, skráningarskyldu og 90 daga leiguhámark.
[1] Sustainable and City-Compatible Berlin Tourism Plan 2018+
- Flestar borgir gera ekki veður út af því að einstaklingar leigi út íbúðir sínar í nokkrar vikur á ári meðan þeir eru í fríi heldur grípa til aðgerða við þegar heilu íbúabyggingarnar eru teknar af leigumarkaði í þeim eina tilgangi að leigja þær í skammtímaleigu.
- Það er álit flestra að skammtímaleiga sé ekki ástæða þess ójafnvægis sem hefur skapast á á milli framboðs og eftirspurnar á húsnæðismarkaði í flestum evrópskum borgum en hún hafi aukið vandann.
- Það er hægt að þéna mun betur á skammtímaleigu en langtímaleigu, allt að þrisvar sinnum meira samkvæmt áliti húsnæðissérfræðings í Berlín. Þessi hagnaðarávinningur hefur leitt til þess að skammtímaleiga hefur þanist út í borgum og er ástæðan fyrir því að skammtímaleiga er sérstaklega algeng á vinsælum ferðamannastöðum.
- Í Evrópu hefur það einnig færst í vöxt að fólki kaupi íbúðir til að fjárfesta og/eða til að nota sem annað heimili.
- Samkvæmt skýrsluhöfundum telja yfirvöld á sveitarstjórnarstigi að beita eigi skattlagningu til að jafna aðstöðumun á milli skammtímaleigusala og hefðbundinna leigusala.
- Ekki allar borgir njóta góðs af ferðamannasköttum vegna þess að ríkisvaldið innheimtir slíka skatta, t.d. í Tirana í Albaníu. Porto í Portugal hefur þó tekist að fá ferðamannaskatta til sín til að koma á móts við kostnað borgarinnar vegna ferðamanna. Borgin hefur nýtt þessar skatttekjur til að setja á laggirnar sjóð sem styður við fjárfestingar í hefðbundnum atvinnurekstri í miðbænum.
- Margar borgir hafa farið út að semja við deilimiðlanir. Þessir samningar eru af ýmsu tagi. Sumar borgir hafa kallað eftir að ESB setji reglur til hemja deilimiðlanir. Borgirnar hafa einnig leitast við að setja sjálfar reglur en margar kvarta yfir úrræðum til að framfylgja þeim þar sem lagaumhverfið er ófullkomið. Borgir sem búa við versta ástandið hafa lent í að þurfa að kljást við deilirisa eins og Airbnb sem starfa samkvæmt evrópskum reglum. Framkvæmdastjórn ESB lagði fram tillögu að nýrri löggjöf um rafræna þjónustu til að styrkja heildstæðan evrópskan markað fyrir slíka þjónustu og stuðla að lagaumhverfið sem styðji við minni fyrirtæki.
- Svæðisnefnd ESB, sem er skipuð kjörnum fulltrúum á sveitarstjórnarstigi frá aðildarlöndum ESB, hefur hvatt ESB til að setja skýrari reglur um deilimiðlara og gera þeim skylt að veita stjórnvöldum upplýsingar til að borgir geti framfylgt reglum sínum um skammtímaleigu og innheimt opinber gjöld. Nauðsynlegt sé að samræma reglur á milli aðildarríkja til að tryggja að hin sameiginlegi evrópski markaður virki sem einn heild á þessu sviði. Umhverfið þessara viðskipta sé sérstaklega flókið og því þurfi borgir að vera framsýnar og hafa þá fyrirhyggju að setja reglur áður en álitamálin koma upp. Það er miklu auðveldara að takmarka skammtímaleigu í borgum fyrirfram heldur en að fjarlægja hana þegar hún er búin að koma sér fyrir. Setning reglna verður alltaf erfiðari og umdeildari eftir því sem fleiri hagsmunaaðilar hafa náð að myndast.