Dagur reykskynjarans er í dag

Í dag, 1. desember, er dagur reykskynjarans. Af því tilefni deilum við myndbandi þar sem bent er á nokkra hagnýta punkta um reykskynjara.

Reykskynjari er eitt af mikilvægasta öryggistæki heimilisins sem hefur bjargað ófáum mannslífum. Um er að ræða ódýr öryggistæki sem eiga að vera á hverju heimili og mælst er til þess að reykskynjarar séu í öllum rýmum og herbergjum heimila. Skerandi vælið í þeim getur bjargað mannslífum. Marga eldsvoða er hægt að koma í veg fyrir með réttum og rétt staðsettum reykskynjurum. Mikilvægt er að skipta um rafhlöðu einu sinni á ári, en líftími reykskynjara er að hámarki 10 ár og nauðsynlegt að prófa hann fjórum sinnum á ári.