Byggðafesta og búferlaflutningar

Íbúum í 56 smærri bæjum og þorpum vítt og breitt um landið býðst nú að taka þátt í könnuninni Byggðafesta og búferlaflutningar: Bæir og þorp á ÍslandiKönnunin er liður í viðamikilli rannsókn sem Byggðastofnun stendur að í samstarfi við innlenda og erlenda háskóla, en markmiðið er að byggja upp aukinn skilning á sérstöðu og áskorunum einstakra byggðalaga ásamt því, að  styðja við stefnumótun og aðgerðir í byggðamálum. 

Íbúum 56 bæja og þorpa vítt og breitt um landið býðst nú að taka þátt í könnuninni Byggðafesta og búferlaflutningar: Bæir og þorp á Íslandi.

Könnunin er liður í viðamikilli rannsókn sem Byggðastofnun stendur að í samstarfi við innlenda og erlenda háskóla, en markmiðið er að byggja upp aukinn skilning á sérstöðu og áskorunum einstakra byggðalaga ásamt því, að  styðja við stefnumótun og aðgerðir í byggðamálum. 

Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri, stýrir rannsókninni, sem er jafnframt sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Niðurstöður verða birtar síðar á þessu ári. 

Könnunin er opin öllum íbúum 18 ára og eldri, sem eiga heima í byggðakjörnum með færri en tvö þúsund íbúa og eru staðsettir utan við suðvesturhluta landins. 

Vonir standa til að þátttaka í könnuninni verði góð og eru íbúar á viðkomandi stöðum hvattir til taka þátt á www.byggdir.is. Nálgast má upptalningu á þeim stöðum sem könnunin nær til hér.

Á meðal þess sem spurt er um er ánægja með búsetu á viðkomandi stað, hvað skipti íbúa mestu máli í byggðarlaginu, hvað sé í lagi og hvað mætti betur fara og hverjir vilji flytja og hverjir vilja vera um kyrrt, svo að dæmi sé nefnt.

Fleiri kannanir eru svo í undirbúningi vegna annarra byggðalaga.