16. apr. 2019

Breytt landslag hjá sveitarfélögum í innkaupum

Innkaupadagur Ríkiskaupa var haldinn 21. mars sl. og þar voru mörg fróðleg erindi um innkaupamál. Meðal annars fjallaði Bryndís Gunnlaugsdóttir, lögfræðingur sambandsins, um breytt landslag hjá sveitarfélögum í innkaupum og Dagmar Sigurðardóttir, sviðsstjóri lögfræðisviðs Ríkiskaupa fjallaði um hvað má og hvað ekki við opinber innkaup.

Ríkiskaup hafa nú gert öll erindi innkaupadagsins aðgengileg á nýrri vefsíðu sinni og má þar finna fróðleik er nýtist sveitarfélögum í tengslum við innkaupamál.