Heimsáðstefnan Börn í borg eða Child in the City World Conference fer fram í Vínarborg dagna 24. til 26. september nk. Þessi sérhæfða ráðstefna um barnvænar borgir fer nú fram í níunda sinn.
Heimsáðstefnan Börn í borg eða Child in the City World Conference fer fram í Vínarborg dagana 24. til 26. september nk. Þessi sérhæfða ráðstefna um barnvænar borgir fer nú fram í níunda sinn.
Boðið verður upp á erindi, fyrirlestra og umræður ásamt vettvangsferðum, þar sem kynnt verða barnvæn verkefni sem unnið er nú að víða um Vínarborg.
Meginumfjöllunarefni ráðstefnunnar er fjórþætt og skiptist í eftirtalin þemu:
- Réttindi barna gagnvart borgarskipulagi og endurreisn borgarhverfa (e. urban development and regeneration)
- Börn og ungt fólk og fjölmiðlar
- Jafnrétti og fjölbreytni innan barnvænna borga
- Aðgengi og samgöngumál í barnvænum borgum.
Ráðstefnan er ætluð þeim sem tengjast í störfum sínum réttindum barna, æskulýðsmálum, skipulagsmálum og rannsóknum á börnum og unglingum, en að henni stendur stofnunin Child in the City. Um tvíæring er að ræða, sem hefur frá árinu 2002 farið fram annað hvert ár í mismunandi borgum í Evrópu, þ.á.m. Brugge, Stuttgard, London, Rotterdam, Flórens, Zagreb og Óðinsvéum.
Fleiri en 100 fyrirlesarar koma fram á ráðstefnunni, sem tekur við allt að 500 þátttakendum hvaðanæva að úr heiminum.
- Kynningarbæklingur ráðstefnunnar (pdf)
- Vefurinn childinthecity.org
- Skráning á ráðstefnu Child in the City 2018