Samsköpun (e. cocreation, d. samskabelse) hefur átt vaxandi fylgi að fagna í evrópskum nágrannalöndum okkar á undanförnum árum. Hér á landi hefur þessi áhugaverða hugmyndafræði enn ekki vakið teljandi athygli, svo vitað sé.
Samsköpun (e. cocreation, d. samskabelse) hefur átt vaxandi fylgi að fagna í evrópskum nágrannalöndum okkar á undanförnum árum. Hér á landi hefur þessi áhugaverða hugmyndafræði enn ekki vakið teljandi athygli, svo vitað sé.
Raunar hefur farið það hljótt um samsköpun hér á landi að íslenskt orð hefur enn ekki haslað sér völl. Í beinni þýðingu er „samsköpun“ líklega nærtækasta hugtakið.
Í stuttu máli felst þessi áhugaverða hreyfing í því að einstaklingar, félagssamtök og hugsanlega fleiri hagsmunaaðilar vinna á jafnréttisgrundvelli með opinberum aðilum að því að kryfja úrlausnarefni og innleiða nýjar og betri leiðir til að leysa þau. Leiðirnar geta verið fólgnar í því að einstaklingar eða félagasamtök taka að sér að sjá um ákveðna þjónustuþætti fyrir hið opinbera.
Norska sveitarfélagasambandið, KS, stóð fyrir málþingi sl. haust um samsköpun og geta þeir sem vilja kynna sér þetta nánar nálgast gögn af málþinginu, þ.á.m. grunnkynningu Jacobs Torfing, Háskólanum í Hróarskeldu, á samsköpun - af hverju samsköpun og hvernig stýra megi samsköpunarferlum.
Þá er hér að neðan einnig kynning frá norska sveitarfélaginu Svelvik á Gentoftemódelinu, en það er dæmi um sveitarfélag sem hefur nýtt sér aðferðir samsköpunar með góðum árangri. Gentofte er danskt sveitarfélag sem notar tímabundnar verkefnanefndir (opgaveudvalg) til að halda utan um samsköpunarverkefni á vegum þess í samstarfi við einstaklinga og aðra hagsmunaaðila.