Baráttan gegn loftslagsbreytingum krefst náinnar samvinnu ríkis og sveitarfélaga

Áhersla er lögð á aðkomu sveitarstjórnarstigsins, í nýrri stefnu samtaka finnskra sveitarfélaga, Kommunförbundet, í loftslagsmálum. Eigi sveitarfélög að geta beitt sér óhindrað gegn loftslagsbreytingum og tekið á sama tíma fullan þátt í uppbyggingu hringrásarahagkerfisins, verður að mati samtakanna að gefa þeim sæti við borðið þegar ákvarðanir eru teknar um aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum og hringrásarhagkerfið innan einstakra sveitarfélaga.

Áhersla er lögð á aðkomu sveitarstjórnarstigsins, í nýrri stefnu samtaka finnskra sveitarfélaga, Kommunförbundet, í loftslagsmálum. Eigi sveitarfélög að geta beitt sér óhindrað gegn loftslagsbreytingum og tekið á sama tíma fullan þátt í uppbyggingu hringrásarahagkerfisins, verður að mati finnska sambandsins að gefa sveitarfélögum sæti við borðið þegar ákvarðanir eru teknar um aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum og hringrásarhagkerfið innan einstakra sveitarfélaga.

Sveitarfélög og svæði gegna mikilvægu hlutverki fyrir framkvæmd í loftslagsmálum. Í Finnlandi býr, sem dæmi, meira en helmingur landsmanna í sveitarfélagi sem vinnur samkvæmt samþykktri loftslagsstefnu og meira en fjórðungur sveitarfélaga hefur sett sér það markmið að hafa náð kolefnishlutleysi fyrir árið 2030.

Að sögn Miira Riipinen, umhverfisstjóra Kommunförbundet, geta sveitarfélög og fyrirtæki þó ekki dregið þennan vagn ein. Finnska ríkið verði að leggja sitt af mörkum með nauðsynlegum fjárframlögum. Hún segir það jafnframt ljóst að tími áætlanagerðar sé liðinn. Nú þurfi að láta verkin að tala.

Einkum er af hálfu finnsku sveitarfélaganna litið til hins formlega samráðsvettvangs sem ríki og sveitarfélög mynda með svonefndum MBT-samningi. Innan þess samningaramma þarf að sögn Riipinen að þróa öflugar og samhæfðar leiðir í innleiðingu loftslagsaðgerða í Finnlandi.

Finnska sambandið bendir einnig á, að samstarfið við ríkið í loftslagsmálum verði að spanna alla þá breidd sem er til staðar á sveitarstjórnarstiginu. Að öðrum kosti geti myndist hætta á svæðisbundnum árangri með góðum árangri sums staðar en síðri annars staðar. Þá er minnt á, að skipulagsáætlanagerð og sjálfsákvörðunarréttur sé ófrávíkjanleg forsenda þess, að sveitarfélög geti náð tilætluðum árangri í loftslagsmálum.