Undanfarin ár hafa verið valdir ungmennafulltrúar frá öllum aðildarlöndum Evrópuráðsins til að taka þátt í þingunum og vinna saman að grassrótarverkefnum.
Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins kemur saman í Strasbourg tvisvar á ári, að vori og hausti. Undanfarin ár hafa verið valdir ungmennafulltrúar frá öllum aðildarlöndum Evrópuráðsins til að taka þátt í þingunum og vinna saman að grassrótarverkefnum. Nú er verið að auglýsa eftir ungmennafulltrúum fyrir árið 2022, sjá nánar.
Umsóknarfrestur er til 24. janúar nk.
Þátttaka býður upp á skemmtilegt samstarf með ungmennafulltrúum frá löndum Evrópu, allt frá Íslandi til Azerbajan og gefur innsýn í stöðu evrópskra sveitarfélaga og svæða, sérstaklega á sviði mannréttinda og lýðræðis.
Umsækjendur þurfa að vera á aldrinum 18-30 ára.