23. des. 2016

Atvinnutekjur 2008-2015

Fimmtudaginn 22. desember gaf Byggðastofnun út skýrsluna „Atvinnutekjur 2008-2015“. Í henni er gefin mynd af þróun atvinutekna á landinu eftir atvinnugreinum kyni, landshlutum og svæðum.  

Atvinnutekjur á árinu 2015 námu tæpum 980 milljörðum kr. og voru að raunvirði ríflega prósenti hærri en þær voru hrunárið 2008 á meðan íbúum fjölgaði um rúmlega 5%. Atvinnutekjur hækkuðu mest á Suðurnesjum og á Suðurlandi en einnig nokkuð á Norðurlandi eystra. Á sama tíma stóðu þær í stað á höfuðborgarsvæðinu og Vesturlandi en drógust saman Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Austurlandi

Í skýrslunni kemur fram að mikill breytileiki er innan landshluta, jafnvel milli byggða sem liggja þétt saman. Sem dæmi þá varð samdráttur í Reykjavík og á Seltjarnarnesi, en aukning á atvinnutekjum í öðrum sveitarfélögunum á svæðinu.

Hér er hægt að nálgast skýrsluna í heild sinni.