Ársskýrsla Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna ársins 2017 er komin út. Auk greinargóðs yfirlit yfir rekstur og helstu verkefni starfsársins, bæði innan lands og utan, geymir skýrslan yfirlit yfir starfsfólk, stjórnendur og skipan starfsnefnda hjá sambandinu.
arsskyrslanoll Ársskýrsla Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna ársins 2017 er komin út. Auk greinargóðs yfirlits yfir rekstur og helstu verkefni starfsársins, bæði innan lands og utan, geymir skýrslan yfirlit yfir starfsfólk, stjórnendur og skipan starfsnefnda hjá sambandinu. Starfandi nefndir eru fimm talsins eða kjaramálanefnd, félagsþjónustunefnd, skipulagsmálanefnd, skólamálanefnd og siðanefnd.
Störf sambandsins í þágu sveitarfélaga landsins voru að venju umfangsmikil á árinu. Ársskýrslan sýnir þó aðeins brot af þeirri fjölbreyttu heildarmynd, eins og Karl Björnsson, framkvæmdastjóri, víkur að í inngangi sínum. Þar segir enn fremur að mikilvægast sé að sveitarstjórnarmenn upplifi í reynd að sambandið vinni vel í þágu sveitarfélaganna auk þess sem ríkisvaldið og aðrir þeir sem samskipti hafi við sambandið geti treyst því að hlutlægni, réttsýni og fagmennska ráði ávallt ferðinni.
Grunnur að starfi sambandsins er lagður á landsþingi sem haldið er í kjölfar sveitarstjórnarkosninga á Akureyri og markar starfsstefnu þess til næstu fjögurra ára. Næstu landsþing þar á eftir útfæra svo í samstarfi við stjórn sambandsins aðgerðaráætlanir, sem stjórnendur og starfsfólk vinnur eftir. Nú, á kosningaári, fer næsta stefnumarkandi landsþing fram því í september nk. á Akureyri.
Þess má svo geta að nokkrar breytingar urðu í starfsliði sambandsins á árinu. Magnús Karel Hannesson, sviðsstjóri útgáfu- og þjónustusviðs til fjölda ára lét af störfum aldurs vegna. Tók Valur Rafn Halldórsson, stjórnsýslufræðingur sviðsins, við af honum. Ákveðið var jafnframt að endurráða ekki í starfið sem Valur Rafn hafði gegnt, heldur að setja þess í stað á fót nýtt starf vegna upplýsinga- og kynningarmála sambandsins. Um miðbik ársins hóf svo Helga Guðrún Jónasdóttir störf sem fyrsti samskiptastjóri sambandsins. Þá leysti Sigrún Þórarinsdóttir af Gyðu Hjartardóttur, sem hélt í námsleyfi á árinu.