Ársfundur náttúruverndarnefnda

Þann 10. nóvember næstkomandi verður ársfundur náttúruverndarnefnda sveitarfélaga haldinn að Gjánni í Grindavík, Austurvegi 1-3.

Samkvæmt 14 gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013 skulu sveitarstjórnir hafa náttúruverndarnefndir sem skulu vera sveitarstjórnum til ráðgjafar um náttúruverndarmál.

Á fundinum verður fjallað um hlutverk náttúruverndarnefnda auk þess sem á dagskránni verða ýmis áhugaverð erindi um umhverfismál sem viðkoma starfsemi og ábyrgð sveitarfélaga. Umhverfisstofnun stendur að fundinum í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök náttúrustofa.

Fundurinn hefst klukkan 11:00 og stendur til 15:15.

Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn, bæði fyrir streymi og staðfund en skráning fer fram á eftirfarandi tengli: Skráning á ársfund náttúruverndarnefnda. Þátttökugjald er 2.500 krónur á hvern þátttakanda sem tekur þátt á staðnum.

Nánari upplýsingar um tengingu við fjarfundinn verður send til skráðra þátttakenda í síðasta lagi að morgni fundardags.

Fundarstjóri er Þorgerður M Þorbjarnardóttir, sérfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Dagskrá fundarins og nánari upplýsingar.