Allt sem kjörinn fulltrúi þarf að vita í sveitarstjórn

Námskeiðum fyrir kjörna fulltrúa hefur verið hrundið af stað, nokkru fyrr en venja hefur staðið til. Námskeiðin eru haldin í samstarfi við landshlutasamtök sveitarfélaga að hverjum sveitarstjórnarkosningum loknum og eru jafnan vel sótt, einkum af þeim sem taka nú sæti í fyrsta sinn í sveitarstjórn.

Námskeiðum fyrir kjörna fulltrúa hefur verið hrundið af stað, nokkru fyrr en venja hefur staðið til. Námskeiðin eru haldin í samstarfi við landshlutasamtök sveitarfélaga að hverjum sveitarstjórnarkosningum loknum og eru jafnan vel sótt, einkum af þeim sem taka nú sæti í fyrsta sinn í sveitarstjórn.

Fyrsta námskeiðið af átta fór nýlega fram í Árborg og það næsta fer fram á Fljótsdalshéraði þann 25. þ.m. Vilji stendur til að námskeiðunum verði lokið í öllum landshlutum ekki síðar en í nú október og var því ákveðið að fara nokkru fyrr af stað en venjulega.

Enda þótt námskeiðin höfði einkum til nýkjörinna sveitarstjórnarmanna eiga þau ekkert síðra erindi við þá endurkjörnu. Í boði er afar hagnýt kennsla, sem spannar allt sem kjörnir fulltrúar þurfa að vita um fjármál sveitarfélaga, stjórntæki, stjórnkerfi, málsmeðferð opinberra mála og samskipti og samstarf, svo að dæmi séu tekin.

Þá hefur Ráðrík, ráðgjafafyrirtæki þriggja fyrrverandi sveitarstjóra, tekið að sér umsjón með framkvæmd námskeiðanna auk þess að sjá, ásamt sérfræðingum hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, um kennslu.

Landshlutasamtök sveitarfélaga halda utan um námskeiðin hver á sínu svæði og má nálgast frekari upplýsingar á vefjum þeirra þegar nær dregur hverju námskeiði.

Namskeid-fyrir-kjorna-fulltrua-ssasSvipmynd af námskeiði fyrir kjörna fulltrúa innan Samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi, sem fram fór á Hótel Selfossi 15. ágúst sl. Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir, lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, útskýrir hér vanhæfisákvæði sveitarstjórnarlaga (ljósm. HGJ).