18. jan. 2016

Allsherjarþing Evrópusamtaka sveitarfélaga, CEMR, á Kýpur 20.-22. apríl 2016

Stærsta ráðstefna sveitarstjórnarstigsins í Evrópu

Allsherjarþing CEMR eru haldin fjórða hvert ár og eru opin öllu sveitarstjórnarfólki í Evrópu. Búist er við að yfir 1.000 bæjarstjórar og kjörnir fulltrúar á sveitarstjórnarstigi taki þátt í þinginu.

Umfjöllunarefni þingsins eru úrlausnarefni evrópskra sveitarfélaga í dag og til framtíðar litið undir yfirskriftinni „Morgundagurinn byrjar í dag!“

Hægt verður að velja á milli 30 málstofa þar sem rætt verður m.a. um fólksflutninga, byggðaþróun, loftslagsbreytingar og fjármál sveitarfélaga. Allar nánari upplýsingar, s.s. um dagskrá og skráningu, eru á heimasíðu þingsins www.cemr2016.eu

Nánari upplýsingar veitir Anna Guðrún Björnsdóttir, sviðsstjór þróunar- og alþjóðasviðs sambandsins – anna@samband.is.

https://www.youtube.com/watch?v=rpFEMZ2OWQE