Álit um færslu tryggingafræðilegs endurmats Brúar lífeyrissjóðs

Gerður Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri lífeyrissjóðsins Brúar, hélt erindi á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í september 2023, þar sem fram kom að tryggingaleg staða A deildar Brúar er neikvæð.

Frá og með janúar 2024 innheimtir sjóðurinn 10% af greiddum lífeyri vegna þess hóps sem var 60 ára og eldri þann 31.5.2017 og var á lífeyri á þeim tímapunkti hjá launagreiðendum. Þeir eru í flestum tilfellum sveitarfélög og tengdar stofnanir.

Við þessa ákvörðun stjórnar Brúar, sem tekin var í október 2023, myndaðist skuldbinding hjá launagreiðendum vegna þessa tiltekna hóps. Nemur hlutdeild launagreiðenda 10% í heildarskuldbindingunni samkvæmt útreikningum sérfræðinga Brúar.

Samband íslenskra sveitarfélaga óskaði eftir því að Reikningsskila- og upplýsinganefnd myndi taka þetta fyrir og hefur nefndin nú ályktað um málið. Álitið má finna hér: Álit um færslu tryggingafræðilegs endurmats Brúar lífeyrissjóðs í bókum sveitarfélaga.