27. sep. 2018

Aldís Hafsteinsdóttir og Gunnar Einarsson í framboði til formanns sambandsins

  • Img_9944

XXXII. landsþingi sambands íslenskra sveitarfélaga lýkur á hádegi á morgun með formanns- og stjórnarkjöri. Kosningar hefjast á stjórnarkjöri og verður 11 manna stjórn kosin til næstu fjögurra ára, ásamt 11 manna varastjórn. 

Þá hafa tveir gefið kost á sér í formannskjöri sambandsins eða Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, og Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, og mun það formannsefnið sigra sem hlýtur flest atkvæði. 

Atkvæðrétt hafa 150 landsþingsfulltrúar og þarf nýr formaður samkvæmt því að lágmarki 76 atkvæði.  

Halldór Halldórsson, fráfarandi formaður, tilkynnti fyrr á þessu ári, að hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs.

Sjá dagskrá landsþingsins og upptökur