Fréttir og tilkynningar (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

22. feb. 2013 : Fjárhagsáætlanir 2013

2-tbl-5-arg

Hag- og upplýsingasvið sambandsins hefur gefið út fréttabréf þar sem fjallað er um fjárhagsáætlanir sveitarfélaga 2013. Í fréttabréfinu eru birtar upplýsingar úr fjárhagsáætlunum sveitarfélaga (A-hluta) eins og skil þeirra voru í síðustu viku janúar.
Samantektin gefur mjög góða mynd af heildarniðurstöðum þrátt fyrir að fyrir ekki hafir borist fjárhagsáætlanir frá öllum sveitarfélögum.

Nánar...

03. jan. 2013 : Landsskipulags-stefna 2013-2024

SIS_Skipulags_Byggdamal_760x640

Í samræmi við 6. mgr. 11. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 auglýsti Skipulagsstofnun  tillögu að landsskipulagsstefnu 2013-2024 ásamt umhverfisskýrslu 24. september 2012 og var frestur til að skila athugasemdum til 20. nóvember 2012.

Nánar...

30. maí 2012 : Kjarakönnun

SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Hag- og upplýsingasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur í sjötta sinn tekið saman upplýsingar um kaup og kjör kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum og starfandi sveitar- og bæjarstjóra. Þessi könnun hefur verið framkvæmd á tveggja ára fresti frá árinu 2002. Annars vegar er hún framkvæmd á kosningaári og hins vegar á miðju kjörtímabili.

Nánar...

29. feb. 2012 : Frá Brussel til Breiðdalshrepps

skyrsla feb 2012

Stefnumótun og löggjöf Evrópusambandsins hefur víðtæk áhrif á íslensk sveitarfélög í gegnum EES-samninginn. Áhrifin ná til flestra málaflokka sveitarfélaga, þó í mismiklum mæli sé. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur, með stuðningi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, starfrækt skrifstofu í Brussel síðan 2006. Skrifstofan annast hagsmunagæslu fyrir íslensk sveitarfélög í Brussel og miðlar upplýsingum um Evrópumál til sveitarfélaga og sambandsins.

Nánar...

13. jan. 2012 : Ný þjónusta fyrir sveitarfélög á Íslandi

Island.is

Þjóðskrá Íslands mun eftir áramótin bjóða sveitarfélögum upp á nýja þjónustu við birtingu álagningarseðla vegna fasteignagjalda 2012 með rafrænum hætti. Markmiðið er m.a. að gera sveitarfélögunum mögulegt að spara sér útgjöld vegna póstsendinga, pökkunar og umslaga. Að lokinni álagningu verður í álagningarkerfinu unnt að velja að birta seðlana einstaklingum og lögaðilum á „Mínum síðum“ á Ísland.is þar sem þeir sækja seðlana á PDF-formi með því að skrá sig inn á Ísland.is með veflykli ríkisskattstjóra eða rafrænu skilríki.

Nánar...

20. des. 2011 : Nýtt nám fyrir stjórnendur hjá sveitarfélögum

Nemendur

Háskólinn á Bifröst efnir til náms fyrir stjórnendur innan sveitarfélaga sem miðar að sterkari stjórnsýslu. Markmiðið með náminu er að auka þekkingu, hæfni og leikni stjórnenda innan sveitarfélaga til þess að takast á við krefjandi starfsumhverfi og auka samvinnu þeirra í milli.

Nánar...

19. des. 2011 : Nýsettar fjármálareglur og staða sveitarfélaga

SIS_Stjornsysla_sveitarfel_760x640

Fjárhagsleg staða sveitarfélaga á Íslandi er mjög mismunandi. Ástæður fyrir ólíkri fjárhagsstöðu þeirra geta verið mismunandi. Til glöggvunar og til að gera umræðu um þessi mál markvissari er mögulegt að skipa sveitarfélögum í flokka miðað við fjárhagslega stöðu þeirra. Fjárhagslegur vandi sveitarfélaga getur annað hvort verið rekstrarvandi eða skuldavandi. Í einhverjum tilvikum getur verið um vanda að ræða sem á bæði rætur að rekja til rekstrarerfiðleika og mikillar skuldsetningar

Nánar...

15. apr. 2011 : Frumvarp til sveitarstjórnarlaga og skýrsla stjórnlaganefndar

SIS_Stjornsysla_sveitarfel_760x640

Í síðastliðinni viku lagði innanríkisráðherra fram á Alþingi frumvarp til nýrra sveitarstjórnarlaga. Um er að ræða heildarendurskoðun sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 sem felur í sér tillögur um ýmsar veigamiklar breytingar á þessum grundvallarlögum sem sveitarstjórnarstigið starfar eftir.  Í sömu viku kom út skýrsla stjórnlaganefndar, sem næstu þrjá mánuðina verður til umfjöllunar í stjórnlagaráði. Mikilvægt er að sveitarstjórnir um land allt kynni sér þessar tillögur og taki afstöðu til þeirra.

Nánar...

08. apr. 2011 : Mikill munur á fjárframlögum sveitarfélaga til stjórnmálasamtaka

Valur Rafn Halldórsson

Í febrúar síðastliðnum gerði Samband íslenskra sveitarfélaga athugun á því hvernig sveitarfélög hér á landi haga þessum málum. Svör bárust frá 64 sveitarfélögum með u.þ.b. 95% íbúa landsins. Yfir 40% sveitarfélaganna styrkja ekki stjórnmálasamtök sem boðið hafa fram lista við sveitarstjórnarkosningar en 23 sveitarfélög sem svöruðu könnuninni voru undir 500 íbúum og því ekki skyldug til að styrkja stjórnmálasamtök.

Þegar niðurstaðan er greind frekar þá voru það frekar fámenn og millistór sveitarfélög sem styrktu ný framboð á meðan hin fjölmennari styrktu síður ný framboð.

Nánar...

01. feb. 2011 : Aðgát skal höfð...

whisper

Flest sveitarfélög hafa á síðustu misserum tileinkað sér upplýsingatæknina í ríkari mæli til þess að hafa samskipti við íbúa. Þróaðir hafa verið gagnvirkir vefir þar sem fylgjast má með stöðu einstakra mála í stjórnsýslunni, en jafnframt hafa allmörg sveitarfélög komið sér upp vettvangi á netinu þar sem íbúar, kjörnir fulltrúar og starfsmenn geta skipst á skoðunum um margvísleg samfélagsmálefni. Bæði þekkist að þessi vettvangur sé einn og hinn sami fyrir allt samfélagið en einnig geta þessir samskiptamöguleikar afmarkast við málaflokka eða stofnanir, og má þar nefna skólana sem dæmi.

Nánar...
Síða 2 af 4