03. nóv. 2010

Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn

  • Rett_Blatt_Stort_a_vefinn

Samband íslenskra sveitarfélaga stendur fyrir námskeiðum í nóvember fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum, í samvinnu við landshlutasamtök sveitarfélaga.

Starfsmenn sambandsins eru leiðbeinendur og er megináherslan á þau úrlausnarefni sem sveitarstjórnir standa nú frammi fyrir vegna fjárhagsáætlunargerðar og kjarasamninga. Einnig verður  fjallað um lagalegt umhverfi sveitarstjórna.

Námskeiðsgjald er 12.500 kr á þátttakanda.

 

Skráning fer fram hjá landshlutasamtökunum.

 

Eftirfarandi námskeið hafa verið ákveðin:

Laugardagur   6. nóvember   á Sauðárkróki.

Föstudagur      12. nóvember á Kirkjubæjarklaustri

Laugardagur   13. nóvember á Vesturlandi

Föstudagur      19. nóvember á Ísafirði

Laugardagur   20. nóvember í Reykjanesbæ

Föstudagur      26. nóvember á Akureryi.