06. okt. 2010

Ríkið hefur fullnýtt alla skattstofna

  • Halldor_Halldorsson

Í setningarávarpi Halldórs Halldósrssonar, formanns sambandsins, á landsþingi þess í síðustu viku kom fram að hann teldi að þar sem ríkið væri því sem næst búið að fullnýta alla skattstofna sem finnast í þessu landi væri svigrúm sveitarfélaga til að auka tekjur sínar með skattahækkunum vart fyrir hendi. Nauðsynleg tekjuaukning verði því að felast að einhverju leyti í tilfærslu tekna frá ríkinu til sveitarfélaga, en fyrst og fremst þurfi hún að hafa uppruna sinn í auknum umsvifum í efnahagslífinu. „Ábyrgð ríkisstjórnar er mikil í þeim efnum og verða menn að standa saman og sýna í verki að markmiðið sé að auka þjóðartekjur hratt og örugglega og skapa ný atvinnutækifæri og berjast þannig af fullri alvöru og hörku við atvinnuleysisbölið sem er óviðunandi að vinnufúst fólk þurfi að búa við.  Við þurfum margbreytileg tækifæri í atvinnuuppbyggingu og stuðning við hugmyndir heimamanna á hverjum stað. Það er mikilvægt að muna að eitt þarf ekki að útiloka annað í atvinnuuppbyggingu.“

Setningarávarp Halldórs Halldórssonar, formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga á XXIV. landsþingi.