22. feb. 2013

Fjárhagsáætlanir 2013

  • 2-tbl-5-arg

Hag- og upplýsingasvið sambandsins hefur gefið út fréttabréf þar sem fjallað er um fjárhagsáætlanir sveitarfélaga 2013. Í fréttabréfinu eru birtar upplýsingar úr fjárhagsáætlunum sveitarfélaga (A-hluta) eins og skil þeirra voru í síðustu viku janúar.
Samantektin gefur mjög góða mynd af heildarniðurstöðum þrátt fyrir að fyrir ekki hafir borist fjárhagsáætlanir frá öllum sveitarfélögum.


Í fjárhagsáætlunum sveitarfélaga fyrir árið 2013 kemur fram að veruleg áhersla er lögð á niðurgreiðslu lána og lækkun skulda. Sveitarfélögin gera ekki ráð fyrir mikilli aukningu fjárfestinga frá fyrra ári og er það nokkuð áhyggjuefni með tilliti til atvinnulífs í landinu.


Í úttektinni kemur m.a. fram að skatttekjur að meðaltali 71,3% af rekstrartekjum sveitarfélaga, framlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 11,9% og þjónustutekjur og aðrar tekjur 16,9%. Hæst er hlutfall skatttekna hjá Reykjavíkurborg og á höfuðborgarsvæðinu þar sem hlutfallið er vel yfir 70% en skatttekjur á vaxtarsvæðum og í öðrum sveitarfélögum er undir 65% af rekstrartekjunum. Þar vegur hins vegar framlag jöfnunarsjóðs mun hærra.


Afkoma sveitarfélaganna eftir að tekið hefur verið tillit til reiknaðra reiknaðra liða og fjármagnsliða er í heildina tekið lakari en æskilegt væri, þó hún hafi heldur batnað frá fyrra ári. Rekstrarniðurstaða sem hlutfall af heildaretkjum er jákvæð sem nemur rúmlega 1,5% þegar tekið er tillit til afskrifta og fjármagnsliða.


Almennt má segja að samkvæmt niðurstöðum fjárhagsáætlana sveitarfélaga fyrir árið 2013 sé afkoma þeirra og fjárhagsstaða í heildina tekið stöðugt að færast til betri vegar.