Fréttir og tilkynningar: 2012

Fyrirsagnalisti

30. maí 2012 : Kjarakönnun

SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Hag- og upplýsingasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur í sjötta sinn tekið saman upplýsingar um kaup og kjör kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum og starfandi sveitar- og bæjarstjóra. Þessi könnun hefur verið framkvæmd á tveggja ára fresti frá árinu 2002. Annars vegar er hún framkvæmd á kosningaári og hins vegar á miðju kjörtímabili.

Nánar...

29. feb. 2012 : Frá Brussel til Breiðdalshrepps

skyrsla feb 2012

Stefnumótun og löggjöf Evrópusambandsins hefur víðtæk áhrif á íslensk sveitarfélög í gegnum EES-samninginn. Áhrifin ná til flestra málaflokka sveitarfélaga, þó í mismiklum mæli sé. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur, með stuðningi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, starfrækt skrifstofu í Brussel síðan 2006. Skrifstofan annast hagsmunagæslu fyrir íslensk sveitarfélög í Brussel og miðlar upplýsingum um Evrópumál til sveitarfélaga og sambandsins.

Nánar...

13. jan. 2012 : Ný þjónusta fyrir sveitarfélög á Íslandi

Island.is

Þjóðskrá Íslands mun eftir áramótin bjóða sveitarfélögum upp á nýja þjónustu við birtingu álagningarseðla vegna fasteignagjalda 2012 með rafrænum hætti. Markmiðið er m.a. að gera sveitarfélögunum mögulegt að spara sér útgjöld vegna póstsendinga, pökkunar og umslaga. Að lokinni álagningu verður í álagningarkerfinu unnt að velja að birta seðlana einstaklingum og lögaðilum á „Mínum síðum“ á Ísland.is þar sem þeir sækja seðlana á PDF-formi með því að skrá sig inn á Ísland.is með veflykli ríkisskattstjóra eða rafrænu skilríki.

Nánar...