Fréttir og tilkynningar: 2011

Fyrirsagnalisti

20. des. 2011 : Nýtt nám fyrir stjórnendur hjá sveitarfélögum

Nemendur

Háskólinn á Bifröst efnir til náms fyrir stjórnendur innan sveitarfélaga sem miðar að sterkari stjórnsýslu. Markmiðið með náminu er að auka þekkingu, hæfni og leikni stjórnenda innan sveitarfélaga til þess að takast á við krefjandi starfsumhverfi og auka samvinnu þeirra í milli.

Nánar...

19. des. 2011 : Nýsettar fjármálareglur og staða sveitarfélaga

SIS_Stjornsysla_sveitarfel_760x640

Fjárhagsleg staða sveitarfélaga á Íslandi er mjög mismunandi. Ástæður fyrir ólíkri fjárhagsstöðu þeirra geta verið mismunandi. Til glöggvunar og til að gera umræðu um þessi mál markvissari er mögulegt að skipa sveitarfélögum í flokka miðað við fjárhagslega stöðu þeirra. Fjárhagslegur vandi sveitarfélaga getur annað hvort verið rekstrarvandi eða skuldavandi. Í einhverjum tilvikum getur verið um vanda að ræða sem á bæði rætur að rekja til rekstrarerfiðleika og mikillar skuldsetningar

Nánar...

15. apr. 2011 : Frumvarp til sveitarstjórnarlaga og skýrsla stjórnlaganefndar

SIS_Stjornsysla_sveitarfel_760x640

Í síðastliðinni viku lagði innanríkisráðherra fram á Alþingi frumvarp til nýrra sveitarstjórnarlaga. Um er að ræða heildarendurskoðun sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 sem felur í sér tillögur um ýmsar veigamiklar breytingar á þessum grundvallarlögum sem sveitarstjórnarstigið starfar eftir.  Í sömu viku kom út skýrsla stjórnlaganefndar, sem næstu þrjá mánuðina verður til umfjöllunar í stjórnlagaráði. Mikilvægt er að sveitarstjórnir um land allt kynni sér þessar tillögur og taki afstöðu til þeirra.

Nánar...

08. apr. 2011 : Mikill munur á fjárframlögum sveitarfélaga til stjórnmálasamtaka

Valur Rafn Halldórsson

Í febrúar síðastliðnum gerði Samband íslenskra sveitarfélaga athugun á því hvernig sveitarfélög hér á landi haga þessum málum. Svör bárust frá 64 sveitarfélögum með u.þ.b. 95% íbúa landsins. Yfir 40% sveitarfélaganna styrkja ekki stjórnmálasamtök sem boðið hafa fram lista við sveitarstjórnarkosningar en 23 sveitarfélög sem svöruðu könnuninni voru undir 500 íbúum og því ekki skyldug til að styrkja stjórnmálasamtök.

Þegar niðurstaðan er greind frekar þá voru það frekar fámenn og millistór sveitarfélög sem styrktu ný framboð á meðan hin fjölmennari styrktu síður ný framboð.

Nánar...

01. feb. 2011 : Aðgát skal höfð...

whisper

Flest sveitarfélög hafa á síðustu misserum tileinkað sér upplýsingatæknina í ríkari mæli til þess að hafa samskipti við íbúa. Þróaðir hafa verið gagnvirkir vefir þar sem fylgjast má með stöðu einstakra mála í stjórnsýslunni, en jafnframt hafa allmörg sveitarfélög komið sér upp vettvangi á netinu þar sem íbúar, kjörnir fulltrúar og starfsmenn geta skipst á skoðunum um margvísleg samfélagsmálefni. Bæði þekkist að þessi vettvangur sé einn og hinn sami fyrir allt samfélagið en einnig geta þessir samskiptamöguleikar afmarkast við málaflokka eða stofnanir, og má þar nefna skólana sem dæmi.

Nánar...