Fréttir og tilkynningar: nóvember 2010

Fyrirsagnalisti

23. nóv. 2010 : Samkomulag um yfirfærslu á þjónustu við fatlaða

SIS_Felagsthjonusta_760x640

Þann 23. nóvember 2010 var undirritað heildarsamkomulag ríkis og sveitarfélaga um yfirfærslu á þjónustu við fatlaða. Með því hefur enn einum verkþætti yfirfærsluverkefnisins verið hrint í framkvæmd. Er nú hafið yfir allan vafa að frá og með 1. janúar 2011 munu sveitarfélögin í landinu taka við ábyrgð á framkvæmd þessa mikilvæga en um leið viðkvæma málaflokks. Samhliða undirritun heildarsamkomulagsins hefur verið gengið frá þeirri aðlögun á lagaramma um málaflokkinn, sem nauðsynleg er til þess að yfirfærslan geti átt sér stað. Ráðuneyti hafa fyrir sitt leyti gengið frá frumvörpum til þessara breytinga og hafa þau verið kynnt í ríkisstjórn, fyrir stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga og fyrir hagsmunasamtökum. Þessi frumvörp, auk fjárlaga fyrir árið 2011, munu festa í lög þann fjárhagsramma verkefnisins sem undirritaður var 6. júlí sl.

Nánar...

03. nóv. 2010 : Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn

Rett_Blatt_Stort_a_vefinn

Samband íslenskra sveitarfélaga stendur fyrir námskeiðum í nóvember fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum, í samvinnu við landshlutasamtök sveitarfélaga. Starfsmenn sambandsins eru leiðbeinendur og er megináherslan á þau úrlausnarefni sem sveitarstjórnir standa nú frammi fyrir vegna fjárhagsáætlunargerðar og kjarasamninga. Einnig verður  fjallað um lagalegt umhverfi sveitarstjórna. Þegar hefur verið ákveðið að efna til námsskeiða í nóvember á starfssvæðum SSNV, SASS, SSV, FV, SSS og EYÞINGS.

Nánar...