Fréttir og tilkynningar: mars 2010

Fyrirsagnalisti

25. mar. 2010 : Sameining samþykkt

IMG_4641Síðastliðinn laugardag, 20. mars, fór fram atkvæðagreiðsla í Hörgárbyggð og Arnarneshreppi um sameiningu þessara tveggja sveitarfélaga. Sameiningin var samþykkt í báðum sveitarfélögunum og var niðurstaða atkvæðagreiðslunnar þessi í hvoru sveitarfélagi fyrir sig.


Í Hörgárbyggð greiddu 149 atkvæði með sameiningu Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar og 12 greiddu atkvæði gegn henni. Einn seðill var auður. Með öðrum orðum voru 92,0% þeirra sem kusu fylgjandi sameiningu, en 7,4% andvíg. 0,6% skilaði auðu. Af þeim sem tóku afstöðu voru 92,5% fylgjandi og 7,5% andvíg sameiningu.

Nánar...