Fréttir og tilkynningar: 2010

Fyrirsagnalisti

07. des. 2010 : Yfirfærsla á málefnum fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga

Undirritun

Með undirritun heildarsamkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um tilfærslu á þjónustu við fatlaða er framundan metnaðarfullur og mikilvægur flutningur á stóru þjónustuverkefni sem varðar fatlaða einstaklinga í þessu landi og starfsfólk sem vinnur við málaflokkinn. Sveitarstjórnarfólk og starfsfólk sveitarfélaga nálgast nýtt viðfangsefni af auðmýkt og metnaði og býður fatlaða velkomna í þjónustu sveitarfélaganna og starfsfólk velkomið til starfa frá og með 1. janúar 2011 gangi nauðsynlegar lagabreytingar eftir á Alþingi Íslendinga.

Í langan tíma hefur staðið til að flytja heildarþjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga. Ástæðan er sú að flestir telja að sveitarfélögin geti gert enn betur en ríkið í þjónustunni, enda sinna sveitarfélögin nærþjónustu við íbúana. Með því að hafa þjónustuna á einni hendi, í þessu tilfelli hjá sveitarfélögunum, er dregið úr hættu á því að hin svokölluðu gráu svæði séu til staðar en þau verða alltof oft til þar sem ríki annars vegar og sveitarfélög hins vegar vísa hvort á annað varðandi þjónustu.

Nánar...

23. nóv. 2010 : Samkomulag um yfirfærslu á þjónustu við fatlaða

SIS_Felagsthjonusta_760x640

Þann 23. nóvember 2010 var undirritað heildarsamkomulag ríkis og sveitarfélaga um yfirfærslu á þjónustu við fatlaða. Með því hefur enn einum verkþætti yfirfærsluverkefnisins verið hrint í framkvæmd. Er nú hafið yfir allan vafa að frá og með 1. janúar 2011 munu sveitarfélögin í landinu taka við ábyrgð á framkvæmd þessa mikilvæga en um leið viðkvæma málaflokks. Samhliða undirritun heildarsamkomulagsins hefur verið gengið frá þeirri aðlögun á lagaramma um málaflokkinn, sem nauðsynleg er til þess að yfirfærslan geti átt sér stað. Ráðuneyti hafa fyrir sitt leyti gengið frá frumvörpum til þessara breytinga og hafa þau verið kynnt í ríkisstjórn, fyrir stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga og fyrir hagsmunasamtökum. Þessi frumvörp, auk fjárlaga fyrir árið 2011, munu festa í lög þann fjárhagsramma verkefnisins sem undirritaður var 6. júlí sl.

Nánar...

03. nóv. 2010 : Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn

Rett_Blatt_Stort_a_vefinn

Samband íslenskra sveitarfélaga stendur fyrir námskeiðum í nóvember fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum, í samvinnu við landshlutasamtök sveitarfélaga. Starfsmenn sambandsins eru leiðbeinendur og er megináherslan á þau úrlausnarefni sem sveitarstjórnir standa nú frammi fyrir vegna fjárhagsáætlunargerðar og kjarasamninga. Einnig verður  fjallað um lagalegt umhverfi sveitarstjórna. Þegar hefur verið ákveðið að efna til námsskeiða í nóvember á starfssvæðum SSNV, SASS, SSV, FV, SSS og EYÞINGS.

Nánar...

06. okt. 2010 : Ríkið hefur fullnýtt alla skattstofna

Halldor_Halldorsson

Í setningarávarpi Halldórs Halldósrssonar, formanns sambandsins, á landsþingi þess í síðustu viku kom fram að hann teldi að þar sem ríkið væri því sem næst búið að fullnýta alla skattstofna sem finnast í þessu landi væri svigrúm sveitarfélaga til að auka tekjur sínar með skattahækkunum vart fyrir hendi. Nauðsynleg tekjuaukning verði því að felast að einhverju leyti í tilfærslu tekna frá ríkinu til sveitarfélaga, en fyrst og fremst þurfi hún að hafa uppruna sinn í auknum umsvifum í efnahagslífinu.

Nánar...

10. sep. 2010 : Ný skipulagslög samþykkt á Alþingi

SIS_Skipulags_Byggdamal_760x640

Alþingi samþykkti í gær frumvarp til nýrra skipulagslaga. Umhverfisnefnd Alþingis lagði alls til rúmlega 40 breytingartillögur við frumvarpið og var fallist á allmargar breytingatillögur Sambands íslenskra sveitarfélaga við frumvarpið.

Nánar...

07. sep. 2010 : Samráðsfundur Skipulagsstofnunar og sveitarfélaga

SIS_Skipulags_Byggdamal_760x640

Samráðsfundur Skipulagsstofnunar og sveitarfélaga verður haldinn í Reykholti, Borgarbyggð, 16. og 17. september nk. Fundurinn hefst kl. 13.00 með ávarpi Stefáns Thors skipulagsstjóra. Skráning á fundinn er hafin á vef Skipulagsstofnunar.

Nánar...

16. júl. 2010 : Námskeið um lýðræði í sveitarfélögunum

SIS_Lydraedi_mannrettindi_760x640

Samband íslenskra sveitarfélaga hyggst standa fyrir námskeiði um lýðræði í sveitarfélögum 6. september nk. Leiðbeinendur verða tveir danskir ráðgjafar sem hafa víðtæka reynslu af ráðgjöf í lýðræðismálum fyrir dönsk sveitarfélög. Þau eru Anne Torzen, blaðamaður, ráðgjafi og stjórnandi Miðstöðvar um íbúasamráð og Søren Frilander ráðgjafi hjá danska sveitarfélagasambandinu KL. Námskeiðið verður haldið á Reykjavíkursvæðinu en nánari staðsetning verður auglýst síðar. Það verður haldið á ensku.

Nánar...

07. jún. 2010 : Álit um rétt grunnskólabarna til náms í framhaldsskólaáföngum

SIS_Skolamal_760x640

Samband íslenskra sveitarfélaga (lögfræði- og velferðarsvið) hefur tekið saman álitsgerð um rétt grunnskólabarna til náms í framhaldsskólaáföngum. Tilefni álitsins er sú ákvörðun ríkisvaldsins, í fjárlögum ársins 2010, að greiða ekki fyrir einingabært nám í framhaldsskóla sem grunnskólanemendur stunda.

Ljóst er að ákvörðun ríkisvaldsins er til þess fallin að auka útgjöld hlutaðeigandi grunnskóla, sem gefa þarf kost á námsvali í stað þeirra framhaldsskólaáfanga sem synjun framhaldsskóla varðar. Óvíst er hver kostnaðaráhrifin nákvæmlega verða en fyrir hendi er farvegur fyrir mat á þeim.

Nánar...

19. maí 2010 : Skýrsla um VSK-umhverfi sveitarfélaga

SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 7. maí 2010 var lögð fram greinargerð til stjórnar sambandsins og endurskoðunarnefndar um tekjustofna sveitarfélaga um vsk-umhverfi sveitarfélaganna. Greinargerðin er unnin af lögfræði- og velferðarsviði sambandsins í samstarfi við skattasvið KPMG á Íslandi.

Í áfangaskýrslu tekjustofnanefndar dags. 21. desember 2009 segir m.a.:

Ýmis starfsemi sveitarfélaganna er undanþegin virðisaukaskatti, sbr. 2. gr. laga um virðisaukaskatt. Þá má nefna félagslega þjónustu, rekstur leikskóla, grunnskóla, skólamötuneyti og íþróttastarfsemi.

Nánar...

11. maí 2010 : Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

kosningar

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninganna þann 29. maí nk. hófst hjá sýslumönnum um land allt þann 6. apríl sl. og stendur til kjördags. Frá og með mánudeginum 10. maí, fer atkvæðagreiðsla utan kjörfundar á vegum sýslumannsembætta um land allt. Í Reykjavík fer atkvæðagreiðslan fram í Laugardalshöll og er opið þar alla daga frá kl. 10:00-22:00.  Erlendis fer kjörfundur fram á skrifstofum sendiráða eða fastanefndar hjá alþjóðastofnun, í sendiræðisskrifstofu eða á skrifstofu kjörræðismanns samkvæt nánari ákvörðun utanríkisráðuneytisins.

Nánar...
Síða 1 af 2