Áhugaverðir viðburðir á næstu vikum um sveitarfélög og loftslagsmál

Skipulagðir hafa verið fjölmargir viðburðir á vegum Leiðangurs Horizon Europe um aðlögun að loftslagsbreytingum þar sem fjallað verður um sveitarfélög sem standa frammi fyrir margvíslegum áskorunum sem tengjast loftslagsbreytingum.

Fjallað verður um reynslu sveitarfélaga og sérstaklega varpað ljósi á þau sem aukið hafa viðnámsþrótt sinn með góðum starfsháttum og árangursríkum verkefnum.

Aukin seigla sveitarfélaga sem standa frammi fyrir þurrkum vegna loftslagsbreytinga. Þriðjudaginn 17. september kl. 12.00-13.00. Frekari upplýsingar og skráningu er að finna á þessum hlekk.

Aukið öryggi og seigla gagnvart aukinni flóðahættu. Fimmtudaginn 26. september kl. 8.00-9.00. Frekari upplýsingar og skráningu er að finna á þessum hlekk.

Þverfagleg nálgun á sjálfbærni vatns til framtíðar á tímum margvíslegra áskorana sem spanna allt frá flóðum til þurrka, hopun jökla og hækkandi sjávarmáls. Vefnámskeið á vegum AGORA verkefnisins. Fimmtudaginn 19. september kl. 15.30-17.00. Frekari upplýsingar og skráningu er að finna á þessum hlekk.

Algengar mýtur um samband fólks og náttúru leiðréttar á árlegum viðburði NetworkNature. Miðvikudaginn 25. september kl. 7.15-16.15. Fjölbreytt dagskrá sem spannar allt frá kynningum og pallborðsumræða til listrænna gjörninga. Frekari upplýsingar og skráningu er að finna á þessum hlekk.

Samþættar aðgerðir til að byggja upp strandþol. Mánudaginn 30. september kl. 12.00-13.30. Sameiginleg vinnustofa Leiðangurs Horizon Europe um aðlögun að loftslagsbreytingum og Leiðangurs um haf og vatn þar sem fjallað verður um áskoranir strandsvæða í Evrópu vegna loftslagsbreytinga. Frekari upplýsingar og skráningu er að finna á þessum hlekk.

Hvetjandi reynslusögur – samfélög sem sýna viljann í verki. Galway Climate Inspirations Festival, helgin 12.-15. september. Heil helgi af hátíðarhöldum þar sem fjallað verður um loftslagsbreytingar á jákvæðan hátt með margskonar listviðburðum, íþróttum og mat. Frekari upplýsingar og skráningu er að finna á þessum hlekk.

Fræðsla fyrir sveitarfélög um hvernig best sé að standa að því að virkja hagaðila. Nokkur viðfangsefni og dagsetningar:

  • Fimmtudaginn 24. október kl. 11.30-13.30  – From Europe to Local: Building a local community of practice.
  • Þriðjudaginn 19. nóvember kl. 11.30-13.30 – Green participatory Budgets.
  • Þriðjudaginn 4. desember kl. 11.30-13.30 – Creative Citizen‘s Engagement.
  • Þriðjudaginn 10. desember kl. 11.30-13.30 – Citizen Science.

Skráning á þessa viðburði fer fram á þessum hlekk.