Starfsaðstæður sveitarstjórnarfólks er sérstakt áherslumál Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins þessi misserin og umræða um ofangreint á haustþingi 2021 var þáttur í því.
Prófessor við Háskólann í Ludwigsburg í Þýskalandi kynnti stöðu rannsóknaverkefnis háskóla í fimm Evrópuríkjum um falsfréttir og hatursumræðu.
Skýrsla með niðurstöðum verður kynnt á vorþingi 2022 og er ætlunin að vinna handbók og ályktun á grundvelli niðurstaðna. Mismunandi tegundir af hatursorðræðu og falsfréttum verða greindar og áhrif þeirra. Sérstök áhersla verður á að greina uppruna slíkrar orðræðu.
Fram kom hjá prófessornum að vísindin séu ekki ennþá skýr gagnvart þessu fyrirbæri og tæknilega sé mjög erfitt að ráða við falsfréttir og hatursumræðu á netinu og rekja hver hafi komið slíkri orðræðu af stað. Þannig sé næstum ómögulegt að loka á vefsíður. Hann sagði að gervigreind sé mjög oft nýtt til að koma falsfréttum á framfæri. Það sé pólitísk spurning hvort það eigi að setja strangari internetreglur sem tengist flóknu samspili við reglur um tjáningarfrelsi. Könnun verður sendur út til aðildarríkja.
Miklar umræður voru eftir kynninguna sem sýnir að þetta brennur á kjörnum fulltrúum í flestum aðildarríkjum. Nánari upplýsingar hér.