Nýtt ókeypis borðspil um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna er nú komið á netið á íslensku. Með spilinu er hægt að kynna sér heimsmarkmiðin og fræðast um þau um leið og fjölskyldan skemmtir sér saman í skemmtilegu borðspili.
Nýtt ókeypis borðspil um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna er nú komið á netið á íslensku. Með spilinu er hægt að kynna sér heimsmarkmiðin og fræðast um þau um leið og fjölskyldan skemmtir sér saman í skemmtilegu borðspili.
Á vef Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu, https://unric.org, segir að einfalt sé að spila spilið, aðeins þurfi að hlaða því niður af netinu, prenta út og byrja að spila. Á vefnum segir að spilið gefi innsýn í það hvernig hver og einn hefur hlutverki að gegna sem einstaklingur, hluti af liðsheild og ábyrgur borgari, við að móta framtíð jarðarinnar.
Heimsmarkmiðaspilinu er ætlað að hvetja fólk til að leggja sín lóð á vogarskálarnar til að ná heimsmarkmiðunum og deila verkum sínum og benda á leiðir til þess að ná þeim á samskiptamiðlum með því að nota myllumerkið #SDGGame.
Þátttakendur eru líka hvattir til þess að semja sínar eigin spurningar og deila þeim á samskiptamiðlum með sama myllumerki. Spilið er nú til á tungumálum, svo sem ensku, frönsku, þýsku, spænsku, kínversku, hollensku og grísku, auk Norðurlandamálanna, þannig að fjölskyldur geta spilað spilið og æft sig í erlendum málum á sama tíma!
Spilið má nálgast hér og allt sem þarf er prentari, skæri, lím og þið getið byrjað. Svo verður teningunum kastað í þágu betri, sjálfbærari heims!