Ferðamálastofa gengst fyrir kynningu á öllum sjö áfangastaðaáætlunum landsins á Hótel Sögu þann 15. nóvember nk. kl. 13:00-16:00.
Ferðamálastofa gengst fyrir kynningu á öllum sjö áfangastaðaáætlunum landsins á Hótel Sögu þann 15. nóvember nk. kl. 13:00-16:00.
Við gerð áfangastaðaáætlana var landinu skipt upp eftir verkefnasvæðum markaðsstofa landshlutanna og fór hver þeirra með verkefnisstjórn á sínu svæði. Áfangastaðaáætlanirnar eru því sjö talsins og kynna verkefnisstjórar helstu niðurstöður á sínu svæði á kynningarfundinum.
Þá ávarpar Skarphéðinn Berg Steinarssonar, ferðamálastjóri fundinn og Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, fjallar um það hvernig áfangastaðaáætlunum er ætlað að nýtast ferðaþjónustu.
Verkefnisstjórar sem kynna hver sína áfangastaðaáætlunum eru Margrét Björk Björnsdóttir, Vesturlandi, María Hjálmarsdóttir, Austurlandi, Björn H. Reynisson, Norðurlandi, Ágúst Elvar Bjarnason, höfuðborgarsvæðinu, Þuríður H. Aradóttir Braun, Reykjanesi, Anna Valgerður Sigurðardóttir og Laufey Guðmundsdóttir, Suðurlandi og Magnea Garðarsdóttir, Vestfjörðum.
Að kynningunum loknum eru fyrirspurnir og umræður. Fundarstjóri er Steinunn Valdís Óskarsdóttir, sérfræðingur hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.