Aðlögun að loftslagsbreytingum – leiðangur Horizon Europe

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur, fyrir hönd allra sveitarfélaga á Íslandi, skrifað undir sáttmála Evrópskra svæða um að vinna í sameiningu að aðlögun að loftslagsmálum (e. Charter signatory). Sáttmálinn er grundvallaður í Leiðangri Horizon Europe um aðlögun að loftslagsbreytingum 

Aðlögunarleiðangurinn er þverfaglegur samstarfsvettvangur þvert á landamæri í Evrópu um að starfa í sameiningu að því að takast á við áskoranir loftslagsbreytinga og aðlaga samfélög að þeim með það fyrir augum að lágmarka neikvæð áhrif. Leiðangrinum er ætlað að leggja af mörkum til framkvæmdar aðlögunaráætlunar ESB með því að aðstoða svæði og sveitarfélög í Evrópu að:  

  • skilja betur þá hættu sem stafar af loftslagsbreytingum og þær áskoranir sem þau munu mæta 
  • þróa þær leiðir sem hægt er að fara til að vera betur undirbúin til að takast á við þessar áskoranir 
  • prófa og koma í framkvæmd lausnir sem auka viðnám gegn loftslagsbreytingum 

Hér er hægt að fræðast meira um leiðangurinn og nálgast mikið af stoðgögnum fyrir þau sem eru áhugasöm um að fræðast meira og fara að taka til hendinni á þessu sviði.  

  • Vefsíða ESB um Horizon Europe leiðangurinn.
  • MIPADapt er verkefni sem ætlað er að þjóna og aðstoða aðila að leiðangrinum. Verkefnið heldur úti vefsíðu með upplýsingum um aðlögunarmál, samstarf á þessu sviði og stendur fyrir viðburðum.
  • Climate ADAPT er samstarfsvettvangur framkvæmdastjórnar ESB og Umhverfisstofnunar Evrópu sem ætlað er að styðja Evrópu í aðlögun að loftslagsbreytingum.
  • Hægt er að taka þátt í vefnámskeiðum um hin ýmsu málefni sem tengjast aðlögun að loftslagsmálum og fer hið næsta fram þann 15. febrúar næstkomandi og er viðfangsefnið: Monitoring Adaptation Progress: Experience from the Austrian Climate Adaptation Regions. Skráningarhlekkur.

Upptökur af fyrri vefnámskeiðum: