Þann 21. október síðastliðinn skipaði umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra stýrihóp sem hefur það hlutverk að vinna tillögu að efnisþáttum og skipulagi fyrir gerð landsáætlunar um aðlögun að loftslagsbreytingum.
Hópnum er falið að gera tillögu að vinnulagi og efnistökum við gerð áætlunarinnar. Hrönn Hrafnsdóttir er fulltrúi sambandsins í hópnum en Guðjón Bragason er hennar varamaður.
Hópurinn hefur staðið fyrir tveimur vinnustofum með þemu sem tengjast aðlögun að loftslagsbreytingum, annars vegar um náttúruvá og hins vegar um samgöngur en til stendur að halda fleiri vinnustofur þar til hópurinn skilar af sér 31. ágúst 2023. Næst verður vinnustofa um aðlögun að loftslagsbreytingum og skipulagsmál fimmtudaginn 19. janúar. Sambandið tekur einnig þátt í vinnustofunum með fulltrúum sem starfa á þeim sviðum sem um ræðir að hverju sinni.
Upplýsingar um starfshópinn á síðu stjórnarráðsins má finna hér