Í júní 2018 samþykkti Alþingi einróma stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024. Í skýrslu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um framvindu málsins, sem lögð var fram á 150. löggjafarþingi kemur fram að flestar aðgerðir í aðgerðaráætlun stefnunnar séu komnar vel af stað.
Í júní 2018 samþykkti Alþingi einróma stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024. Í skýrslu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um framvindu málsins, sem lögð var fram á 150. löggjafarþingi kemur fram að flestar aðgerðir í aðgerðaráætlun stefnunnar séu komnar vel af stað.
Vinna við mótun byggðaáætlunar hefur staðið allt frá árinu 2016 undir verkstjórn Byggðastofnunar. Strax frá upphafi var lögð áhersla á opið mótunarferli og víðtækt samráð m.a. við íbúa, sveitarfélög, landshlutasamtök sveitarfélaga, stofnanir og ráðuneyti. Þá var samráðsgátt opin á vef Byggðastofnunar á vinnslutímanum þar sem unnt var að skoða og leggja fram gögn, tillögur, ábendingar og athugasemdir.
Skýrsla samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra var lögð fram á Alþingi í desember 2019. Skýrslan skiptist upp í fjóra kafla auk viðauka um framkvæmd aðgerða. Kaflarnir eru:
- Markmið, áherslur og mælikvarðar
- Samþætting við aðrar opinberar áætlanir
- Framvinda aðgerða
- Mat Byggðastofnuar
Þá er á vef stjórnarráðsins að finna yfirlit um stöðu aðgerða auk aðgerðaráætlunarinnar.
Tengt efni
- Stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024
- Skýrsla samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um framvindu stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2108-2024
- Aðgerðaráætlun stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024
- Yfirlit um stöðu aðgerða stefnumótandi byggðaátæunar fyrir árin 2018-2024