Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. fór fram föstudaginn 23. mars sl. á Grand Hótel Reykjavík. Sjálfkjörið var að þessu sinni í stjórn og varastjórn félagsins.
Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. fór fram föstudaginn 23. mars sl. á Grand Hótel Reykjavík. Sjálfkjörið var að þessu sinni í stjórn og varastjórn félagsins.
Í framboði til stjórnar voru Magnús B. Jónsson og var hann jafnframt kjörinn formaður stjórnar, Arna Lára Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar, Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, Helga Benediktsdóttir, deildarstjóri fjárstýringar hjá Reykjavíkurborg og Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ.
Í framboði til varastjórnar félagsins voru síðan Ólafur Þór Ólafsson, bæjarfulltrúi í Sandgerðis, Kristján Þ. Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, Kristín M. Birgisdóttir, bæjarfulltrúi í Grindavík, Elín Einarsdóttir, oddviti Mýrdalshrepps og Eyrún I. Sigþórsdóttir, Kópavogi.
Aðalfundur samþykkti tillögu stjórnar um að þann 6. apríl verði hluthöfum greiddar 388 milljón króna í arð vegna ársins 2017. Þá samþykkt aðalfundurinn tillögu stjórnar um starfskjarastefnu. Starfskjarastefnuna má finna á heimasíðu Lánasjóðsins.
Frá aðalfundi lánasjóðsins sl. föstudag á Grand hóteli. (Ljósm. IH).