Fréttir: 2020, síða: 2

Lykiltölur um leik- og grunnskóla

Komið er út yfirlit yfir lykiltölur um skólahald í leik- og grunnskólum vegna ársins 2019.

Lesa meira

Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins samþykkir mannréttindahandbók á 70 ára afmæli Mannréttindasáttmála Evrópu

Þetta er 2. handbók sveitarstjórnarþingsins og fjallar hún um félagsleg mannréttindi, s.s. rétt til heilsu, menntunar, vinnu og húsnæðis. Fyrsta mannréttindahandbókin var gefin út 2018.

Lesa meira

Frá landsþingi 2020

XXXV. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga fór fram í dag og var það í fyrsta sinn sem landþing fór fram í fjarfundi. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður sambandsins, setti landsþingið og sendi hún hlýjar kveðjur til íbúa austur á landi er takast á við afleiðingar náttúruafla.

Lesa meira

Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins ályktar um hvernig brúa þurfi bil á milli dreifbýlis og þéttbýlis

Á Sveitarstjórnarþinginu eiga sæti 324 þingfulltrúar sem eru fulltrúar fyrir 150 000 sveitarfélög og svæði í 47 aðildarlöndum Evrópuráðsins og þ. á m. Íslandi.

Lesa meira

Umræðufundur um landsskipulagsstefnu 2015-2026

Drög að tillögu að viðauka við landsskipulagsstefnu 2015-2026 hafa verið lögð fram á vef Skipulagsstofnunar. Í tillögunni er sett fram stefna um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu í tengslum við framkvæmd skipulagsmála og tekur hún eftir atvikum til allra viðfangsefna gildandi landsskipulagsstefnu.

Lesa meira

Verðlaunaafhending Forvarnardagsins

Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaun Forvarnardagsins 12. desember sl. á Bessastöðum. Verðlaunahafar áttu þar góða stund með forseta og voru sóttvarnarreglur hafðar í hávegum og voru einungis vinningshafar og foreldrar þeirra viðstaddir.

Lesa meira

Nýtt byggðarmerki Múlaþings

Á fundi sveitarstjórnar Múlaþings 9. desember síðast liðinn var samþykkt tillaga dómnefndar sem skipuð var um byggðarmerki fyrir sveitarfélagið. Sjötíu tillögur bárust um merkið í samkeppni sem auglýst var í lok október. Merkið sem varð fyrir valinu er eftir Grétu V. Guðmundsdóttur, hönnuð.

Lesa meira

Menntastefna til ársins 2030

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur mælt fyrir þingsályktun um menntastefnu til ársins 2030 og hefur sambandið skilað Alþingi umsögn um málið. Í umsögninni kemur m.a. fram að sambandið telur það vera jákvætt skref að mennta- og menningarmálaráðherra hafi frumkvæði að því að vinna heildstæða menntastefnu fyrir Ísland.

Lesa meira

Ítarlegar upplýsingar um stærsta tekjustofn sveitarfélaga

Hagstofan hefur unnið margvíslegar upplýsingar um staðgreiðsluskyldar tekjur einstaklinga eftir sveitarfélögum. Ná gögnin frá janúar 2008 til október 2020. Mun Hagstofa framvegis birta þessar upplýsingar mánaðarlega. Markmiðið að veita tímanlegar upplýsingar um þróun staðgreiðsluskyldra tekna einstaklinga.

Lesa meira

Sunnlendingar frekar fylgjandi sameiningu

Verkefnishópur Sveitarfélagsins Suðurlands hefur lagt til við sveitarstjórnir Ásahrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps að hafnar verði formlegar sameiningarviðræður sem lýkur með því að íbúar kjósa um sameiningu sveitarfélaganna á næsta ári.

Lesa meira

Ný markmið Íslands í loftslagsmálum á 5 ára afmæli Parísarsáttmálans

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun kynna ný markmið Íslands í loftslagsmálum á leiðtogafundi laugardaginn 12. desember. Fundurinn er haldinn á fimm ára afmæli Parísarsáttmálans á vegum Sameinuðu þjóðanna.

Lesa meira

Tíðindi af opinberum innkaupum

Vegna Covid-19 hafa opinberir verkkaupar í auknu mæli opnað tilboð með rafrænum aðferðum, nú er t.a.m. rétti tíminn til að undirbúa örútboð á námsgögnum fyrir næsta skólaár.

Lesa meira

Framkvæmd fjarfunda sveitarstjórna og nefnda

Mörg sveitarfélög hafa nýtt sér heimild sem veitt var vegna covid-19 til að víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnalaga til að tryggja starfshæfi sitt og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélags.

Lesa meira

Litaflokkunarkerfi fyrir skólastarf

Frá og með næstu áramótum verður byrjað að vinna eftir nýju litaflokkunarkerfi innan skólasamfélagsins. Markmið litaflokkunarkerfisins er að auka fyrirsjáanleika og einfalda skipulag sóttvarnaráðstafana í skóla- og frístundastarfi hér á landi. Litakóðinn tekur mið af almennri litaflokkun almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, „Covid-19 Viðvörunarkerfi“ sem kynnt hefur verið.

Lesa meira

Ofbeldi gegn konum og stúlkum er alvarleg birtingarmynd misréttis í borgum og bæjum heimsins

Þessi orð lét Emilia Saiz, forseti Alþjóðasamtaka borga og sveitarfélaga, falla á alþjóðadegi í þágu útrýmingar ofbeldis gagnvart konum. Þá minnti hún á að ofbeldi gagnvart konum og stúlkum hefði aukist verulega í kjölfar Covid-19 faraldursins.

Lesa meira

Mælt fyrir frumvarpi um breytingar á sveitarstjórnarlögum og tekjustofnalögum

Á dagskrá Alþingis í dag er 1. umræða um frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga.

Lesa meira

Forgangsmál hagsmunagæslu Íslands gagnvart Evrópusambandinu 2020-2021

Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt lista yfir forgangsmál hagsmunagæslu Íslands gagnvart Evrópusambandinu 2020-2021. Á listanum eru mál sem eru í undirbúningi á vettvangi ESB og þar sem íslenskir hagsmunir eru sérstaklega í húfi. Þá eru sum málin lengra komin og bíða upptöku í EES-samninginn.

Lesa meira

Nýtt og samræmt merkingakerfi fyrir úrgang

Fenúr – fagráð um endurnýtingu og úrgang hefur unnið að þýðingu og staðfæringu á nýju og samræmdu norrænu merkingakerfi fyrir úrgang. Samræmt, einfalt og gott merkingakerfi er mikilvægt til að stuðla að betri flokkun og styður við bætta úrgangsstjórnun á Íslandi. Mikilvægur hlekkur í hringrásarhagkerfinu.

Lesa meira