Fréttir: maí 2020, síða: 2

Aukið félagsstarf fullorðinna sumarið 2020 vegna COVID-19

Samþykkt hefur verið að veita 75 m.kr. til að styðja þau sveitarfélög sem vegna COVID-19 hyggjast auka við starfsemi og þjónustu í félagsstarfi fullorðinna sumarið 2020 umfram hefðbundið starf.

Lesa meira

Stuðningur til að efla virkni, vellíðan og félagsfærni barna í viðkvæmri stöðu á tímum COVID-19

Samþykkt hefur verið að veita 75 m.kr. til að styðja fjárhagslega við þau sveitarfélög, sem umfram hefðbundið sumarstarf sumarið 2020, hyggjast auka við frístundastarfsemi fyrir börn í sérstaklega viðkvæmri stöðu.

Lesa meira

Sumarstarf við verkefni tengd rekstri og gagnavinnslu á sviði sveitarfélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga í samvinnu við Hafnasamband Íslands auglýsir eftir áhugasömum námsmanni til starfa við verkefni tengd rekstri og gagnavinnslu á sviði sveitarfélaga. Um er að ræða sumarstarf.

Lesa meira

Yfirlit aðgerða vegna COVID-19

Alþingi hefur á undanförum vikum fjallað um tvo aðgerðapakka til að bregðast við afleiðingum COVID-19 heimsfaraldursins. Í báðum tilvikum er um að ræða bandorm um breytingar á ýmsum lögum auk samþykktar sérstakra fjáraukalaga þar sem kveðið er á um fjármögnum aðgerða.

Lesa meira

Mörg sveitarfélög illa stödd vegna stöðu ferðaþjónustunnar

Byggðastofnun hefur sent samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra minnisblað um áhrif niðursveiflu í ferðaþjónustu á atvinnuástand á landsbyggðinni. Í henni er mikilvægi ferðaþjónustunnar greint eftir svæðum og sveitarfélögum.

Lesa meira

Starfshópur metur stöðu sveitarfélaga vegna COVID-19

Skipaður hefur verið starfshópur á vegum stjórnvalda, ríkis og sveitarfélaga, til að taka saman upplýsingar um fjármál sveitarfélaga og meta stöðu einstakra sveitarfélaga og hugsanleg úrræði vegna aðsteðjandi rekstrarvanda í ljósi Covid-19 kórónuveirufaraldursins.

Lesa meira

Sumarstarf við lögfræðitengd verkefni

Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir eftir áhugasömum námsmanni til starfa við lögfræðitengd verkefni á sviði sveitarfélaga.

Lesa meira

Sjálfbært samfélag í kjölfar COVID-19

Efnahagslegar afleiðingar COVID-19 faraldursins eru gríðarlegar og ríki heims standa nú frammi fyrir enn einni áskoruninni. Með hvaða hætti á að koma hagkerfum ríkja af stað á ný og hvernig má tryggja að markmið um sjálfbært samfélag sé haft að leiðarljósi í þeirri uppbyggingu?

Lesa meira

Vel heppnaður fundur um stafræna þróun sveitarfélaga

Í morgun stóð Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir fundi í gegnum fjarfundabúnaðinn Zoom undir heitinu „Stafræn þróun sveitarfélaga – hvaða árangri viljum við ná?“ Fundurinn var ákaflega vel sóttur en ríflega 200 manns litu við á fundinn en lengst af voru um 190 manns á fundinum samtímis.

Lesa meira

Þrekvirki menntakerfisins á tímum COVID-19

Í grein í Morgunblaðinu 4. maí sl. rekur mennta- og menningarmálaráðherra það mikla þrekvirki sem unnið var á örfáum sólarhringum af stjórnendum og starfsfólki við skipulag og framkvæmd skólahalds dagana áður en samkomubann tók gildi þann 16. mars sl.

Lesa meira

Samfélagssáttmáli – í okkar höndum

Almannavarnir og Embætti landlæknis hafa gefið út samfélagssáttmála þar sem minnt er á að framhald á góðum árangri gegn COVID-19 kórónavírusnum er í okkar höndum.

Lesa meira

Skýrsla OECD um svæðabundin áhrif COVID-19 faraldursins

Samkvæmt OECD munu sveitarstjórnir leika lykilhlutverk í því endurreisnarstarfi sem nú mun fara af stað og hafa sum ríki þegar hafist handa.

Lesa meira

Kjarasamningur undirritaður við Eflingu

Samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Eflingar undirrituðu undir miðnætti í gær nýjan kjarasamning. Jafnframt var verkföllum félagsins gagnvart Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og Sveitarfélaginu Ölfusi aflýst.

 

Lesa meira

Samninganefnd sambandsins undirritar nýja kjarasamninga við sex aðildarfélög BHM

Samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og sex aðildarfélaga Bandalags háskólamanna undirrituðu í dag nýja kjarasamninga. Samningarnir eru í anda Lífskjarasamningsins sem þegar gildir á almennum vinnumarkaði.

Lesa meira

Sumarstörf fyrir námsmenn – umsóknarfrestur rennur út 8. maí

Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að verja um 2.200 milljónum króna úr Atvinnuleysistryggingasjóði til að standa straum af átaksverkefni um að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn í sumar. Vinnumálastofnun mun stýra átakinu sem efnt er til í samvinnu við stofnanir ríkisins og sveitarfélög. Vonir standa til að með átakinu verði hægt að skapa allt að 3.400 tímabundin störf í sumar fyrir námsmenn á milli anna sem skiptast á milli opinberra stofnana og sveitarfélaga.

Lesa meira

Styrkir til námsmanna – umsóknarfrestur rennur út 8. maí

Í fjáraukalögum 2020 er gert ráð fyrir því að veitt verði viðbótarframlag að fjárhæð 300 m.kr. í Nýsköpunarsjóð námsmanna vegna þriggja mánaða launa til ungra frumkvöðla þar sem áhersla verður lögð á þjálfun í frumkvöðlamennsku og nýsköpun. Markmiðið er að sporna gegn atvinnuleysi og efla nýsköpun meðal ungs fólks. Ekki er ljóst hvort nýta megi allt fjármagnið í hefðbundna úthlutun. Þar af leiðandi hefur umsóknarfresti verið frestað til 8 maí.

Lesa meira

Úthlutun úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2020

Stjórn Námsleyfasjóðs, sem fer með málefni Endurmenntunarsjóðs grunnskóla, hefur lokið úthlutun árið 2020.

Lesa meira

Kynjajafnrétti og COVID-19

Fram að þessu hefur mest verið fjallað um áhrif COVID-19 faraldursins á heilsu fólks og efnahagslegar afleiðingar þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til í því skini að hefta útbreiðslu veirunnar og bjarga mannslífum. Það er hins vegar ljóst að faraldurinn hefur margvísleg áhrif á samfélag okkar og eitt af því sem vert er að skoða eru áhrif hans á kynjajafnrétti.

Lesa meira