Fréttir: nóv 2019

Kjarasamningar við iðnaðarmenn samþykktir

Í dag lauk rafrænni atkvæðagreiðslu hjá stéttarfélögunum Samiðn, Matvís og VM, félagi vélstjóra og málmtæknimanna vegna kjarasamnings sem undirritaður var þann 13. nóvember sl.

Lesa meira

Starf lögfræðings hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga hyggst ráða lögfræðing á lögfræði- og velferðarsviði.

Lesa meira

Stefnumótun fyrir ferðaþjónustuna – vinnustofur um allt land

Hafin er vinna við aðgerðabundna stefnumótun fyrir ferðaþjónustu á Íslandi til ársins 2025. Verkefnið er sameiginlegt verkefni Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka ferðaþjónustunnar og Stjórnstöðvar ferðamála.

Lesa meira

Skipulag landbúnaðarlands – samfélag, landslag og loftslag

Skipulagsstofnun stendur, í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, fyrir morgunfundi um skipulag landbúnaðarlands fimmtudaginn 28. nóvember kl. 8.30-10.00.

Lesa meira

Árbók sveitarfélaga 2019

35. árgangur af Árbók sveitarfélaga er komin út. Árbókin hefur í gegnum tíðina verið afar vinsæl meðal sveitarstjórnarfólks sem og margra annarra er láta sig sveitarstjórnarmál varða. Bókin er þægileg til uppflettingar og samanburðarrannsókna enda má finna þar ýmiskonar tölfræði úr rekstri og starfsemi sveitarfélaga.

Lesa meira

Loftslagsáætlanir frá sjónarhorni sveitarfélaga

Annar tengiliðafundur Samráðsvettvangs um loftlagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna verður haldinn föstudaginn 22. nóvember í Garðabæ milli kl. 9:30 og 12:00. Fundurinn verður á bæjarskrifstofum Garðabæjar, Garðatorgi 7, í salnum Sveinatungu.

Lesa meira

Kjarasamningar við iðnaðarmenn undirritaðir

Samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samiðn, MATVÍS og VM, félag vélstjóra og málmtæknimanna, undirrituðu nýjan kjarasamning miðvikudaginn 13. nóvember sl.

Lesa meira

Hvatningarverðlaun veitt á degi gegn einelti

Dagurinn 8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu.

Lesa meira

Hafnasamband Íslands 50 ára

Hafnasamband Íslands fagnar 50 ára afmæli sínu í dag, þriðjudaginn 12. nóvember, en hafnasambandið var stofnað þann dag árið 1969 að frumkvæði Sambands íslenskra sveitarfélaga og hét þá Hafnasamband sveitarfélaga.

Lesa meira

Skipulagsdagurinn er í dag

Beint streymi er frá Skipulagsdeginum og unnt er að senda inn fyrirspurnir í gegnum www.slido.com #skipulag

Lesa meira

Íslensku menntaverðlaunin veitt að nýju

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Lilja Alfreðsdóttir hafa í samvinnu við aðila menntakerfisins og ráðuneyti sveitarstjórnarmála bundist samtökum um að veita Íslensku menntaverðlaunin.

Lesa meira

Orkufundur 2019

Orkufundur 2019 verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica, fimmtudaginn 7. nóvember nk. Á fundinum verður aðaláherslan lögð á smávirkjanir, skipulag, umhverfismat, regluverk og kortlagningu.

Lesa meira

Áhrif barna á eigin réttindi og samfélag

Þrjátíu ár eru liðin frá því að barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna leit dagsins ljós. Af því tilefni efnir Náum áttum hópurinn til morgunverðarfundar undir yfirskriftinni Áhrif barna á eigin réttindi og samfélag. Fundurinn er haldinn á Grand hóteli í Reykjavík, þriðjudaginn 5. nóvember nk. og hefst kl. 08:15.

Lesa meira

Lánasjóður sveitarfélaga fær vottun á umgjörð um græn skuldabréf

Lánasjóður sveitarfélaga hefur fengið vottun á umgjörð félagsins („Green Bond Framework”) í þeim tilgangi að gefa út græn skuldabréf. Tilgangur fyrirhugaðrar skuldabréfaútgáfu er að fjármagna verkefni sveitarfélaga sem stuðla að umhverfisvernd og sporna gegn loftslagbreytingum í samræmi við umhverfisstefnu Lánasjóðsins.

Lesa meira

Ný landskönnun á geðræktarstarfi í skólum

Embætti landlæknis hefur gefið út nýja skýrslu um niðurstöður landskönnunnar á geðrækt, forvörnum og stuðningi við börn og ungmenni í skólastarfi á Íslandi. Könnunin var lögð fyrir á fyrri hluta þessa árs í öllum framhaldsskólum landsins og um 70% allra leik- og grunnskóla.

Lesa meira