Fréttir: ágú 2019

Finnar í heimsókn

Fimmtudaginn 29. ágúst sl. kom hópur finnskra sveitarstjórnarmanna í heimsókn til sambandsins. Í Finnlandi eru starfandi 18 svæðaráð sem hafa líka stöðu og landshlutasamtök sveitarfélaga hér á landi.

Lesa meira

Námsleyfi grunnskólakennara og skólastjórnenda skólaárið 2020-2021

Námsleyfasjóður hefur opnað fyrir umsóknir um námsleyfi grunnskólakennara og stjórnenda grunnskóla skólaárið 2020–2021.

Lesa meira

Nær öll sveitarfélög landsins hafa tilnefnt persónuverndarfulltrúa

Alls hafa 71 af 72 sveitarfélögum landsins tilnefnt persónuverndarfulltrúa í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Lesa meira

Örugg meðhöndlun úrgangs er lykilatriði

Í júlí sl. sendi Umhverfisstofnun beiðni um umsögn til allra sveitarfélaga um drög að stefnu umhverfisráðherra í úrgangsmálum. Þann 23. ágúst sl. sendi Samband íslenskra sveitarfélaga ítarlega umsögn um drögin þar sem kallað er eftir frekara samráði um málið.

Lesa meira

Evrópuvika svæða og borga 7.-10. október 2019

Stærsti árlegi viðburður sveitarstjórnarmanna í Evrópu, Evrópuvika svæða og borga, fer fram í Brussel dagana 7.-10. október nk.

Lesa meira

Þingsályktunartillaga um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga í samráðsgátt

Athygli sveitarstjórnarmanna er vakin á því að Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga er komin í samráðsgátt. Allir geta sent inn umsögn og ábendingar og því um að ræða mikilvægt tækifæri til að hafa áhrif á stefnuna. Umsóknarfrestur er til 10. september 2019.

Lesa meira

Aðgerðir í húsnæðismálum á landsbyggðinni

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent inn umsögn um tillögur í samráðsgátt sem eru settar fram í þremur liðum og snúa að stofnkostnaði íbúðabygginga, fjármögnun þeirra og leiðum til þess að efla leigumarkað. Heilt á litið er umsögnin afar jákvæð enda eru þær tillögur sem nú eru kynntar í góðu samræmi við áherslur í stefnumörkun sambandsins 2018-2022.

Lesa meira

Kjaraviðræður hefjast að nýju eftir hlé

Í morgun hófust kjaraviðræður samninganefndar sveitarfélaga að nýju eftir hlé sem gert var á viðræðum í júlí í samræmi við endurnýjaðar viðræðuáætlanir.

Lesa meira

Tækifæri til að auka samræmi í norrænni byggingarlöggjöf

Í um frumvarpi um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, sem nú liggur frammi til umsagnar í Samráðsgátt, er lagt til að tvær stofnanir, Íbúðalánasjóður og Mannvirkjastofnun, verði lagðar niður en í þeirra stað muni Húsnæðis- og mannvirkjastofnun annast verkefni beggja stofnana.

Lesa meira