Fréttir: jún 2019

Fjármagn til barnaverndar aukið með nýrri framkvæmdaáætlun

Á meðal markmiða framkvæmdaáætlunar í barnavernd 2019-2022 er að efla grunnvinnslu barnaverndarmála á fyrstu stigum, stuðla að snemmtækri íhlutun, auka samvinnu ríkis og sveitarfélaga og fjölga gagnreyndum úrræðum. Gert hefur verið ráð fyrir 600 m.kr. fjáraukningu til þess að byggja upp og þróa úrræði og þjónustu í málaflokknum.

Lesa meira

Nýtt upplýsingakerfi í þróun fyrir líðan og velferð barna

Félagsmálaráðuneytið, Kópavogsbær, hugbúnaðarfyrirtækið Kara Connect og UNICEF á Íslandi undirrituðu í dag samstarfssamning um þróun á samræmdu upplýsingakerfi vegna líðanar og velferðar barna. Samningurinn er liður í viðbrögðum stjórnvalda við könnun UNICEF á Íslandi sem bendir til, að 16,4% barna verði fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi hér á landi fyrir átján ára aldur.

Lesa meira

Rekstur Hafnarfjarðarbæjar og Skútustaðarhrepps kolefnisjafnaður

Skútustaðahreppur hefur ákveðið að kolefnisjafna rekstur sveitarfélagsins. Jafnframt var á fundi sveitarstjórnar í gær, samþykkt að ganga til samninga við Landgræðsluna vegna árlegrar gróðursetningar á trjám til kolefnisbindingar á Hólasandi. Skútustaðarhreppur er fyrst sveitarfélaga á landinu til að kolefnisjafna rekstur sinn, næst á eftir Hafnarfjarðarbæ, sem undirritaði samning við Kolvið þann 19. júní sl. um kolefnisjöfnun vegna rekstrar á sveitarfélaginu og stofnunum þess.

Lesa meira

Fallið frá tímabundinni frystingu framlaga til jöfnunarsjóðs

Meirihluti fjárlaganefndar hefur lagt til að fallið verði frá svokallaðri tímabundinni frystingu á framlögum til Jöfnunarsjóð sveitarfélaga árin 2020 og 2021. Í því felst að framlög til sjóðsins hækka á þessu tímabili um 279 m.kr. árið 2020 og 1.404 m.kr. árið þar á eftir eða um 1.683 m.kr. alls. Með þessari tillögu meirihlutans hefur verið fallið frá þeim skerðingum sem sveitarfélögin í landinu mótmæltu harðlega sl. vor.

Lesa meira

Samráðsvettvangur sveitarfélaganna um loftslagsmál og heimsmarkmiðin

Stofnfundur um samráðsvettvang sveitarfélaganna vegna loftslagsmála og heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun fór fram í dag. Alls hefur 41 sveitarfélag gerst aðili að vettvangnum, en frestur til að tilkynna þátttöku á samráðsvettvangnum er til næstu áramóta.

Lesa meira

Fundarferð Íbúðalánasjóðs og Mannvirkjastofnunar um landið

Íbúðalánasjóður og Mannvirkjastofnun standa fyrir fundarferð um landið í samstarfi við sveitarfélög vegna húsnæðis- og byggingarmála. Á meðal þess sem fundirnir fjalla um eru húsnæðisáætlanir sveitarfélaga og byggingargátt Mannvirkjastofnunar, en þessum nýju stjórntækjum hins opinbera er aðallega ætlað að greiða fyrir þarfagreiningu og áætlanagerð, svo laga megi betur en nú er unnt húnsæðisframboð að eftirspurn.

Lesa meira

Samþykkt að kanna ávinning sameiningar

Sveitarstjórnir Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar hafa ákveðið skipa samstarfsnefnd sem kanna skal ávinning af sameiningu sveitarfélaganna m.t.t. bættrar þjónustu, öflugri stjórnsýslu og auknum slagkrafti í byggða-, atvinnu- og samgöngumálum. Verði sameining sveitarfélaganna samþykkt, verður til landfræðilega stærsta sveitarfélag landsins, rúmlega 12 þúsund ferkílómetrar að stærð.

Lesa meira

Umsagnir um grænbókina

Sveitarfélög eru í umsögnum sínum um Grænbók um málefni sveitarfélaga jákvæð gagnvart þeim almennu markmiðum sem þar koma fram og lúta að því að efla sveitarstjórnarstigið og styrkja sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga. Meirihluti þeirra virðist jafnframt hlynntur því að tiltekinn lágmarksfjöldi íbúa verði lögfestur.

Lesa meira

Launað starfsnám kennaranema

Menntamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, kynnti 5. mars sl. aðgerðir til næstu fimm ára sem ætlað er að efla nýliðun í kennarastétt, stuðla að fjölgun nemenda í kennaranámi og sporna gegn brottfalli kennara úr starfi. Launað starfsnám á 5. og síðasta ári kennaranáms er á meðal þeirra aðgerða sem boðaðar hafa verið og er því einkum ætlað að efla tengsl kennaramenntunar við starfsvettvang og auka færni nýliða til að takast á við áskoranir kennarastarfsins.

Lesa meira

Persónuvernd og varðveisla gagna

Þjóðskjalasafn Ísland gekkst nýlega fyrir árlegri vorráðstefnu sinni. Yfirskrift ráðstefnunnar var varðveisla, eyðing og aðgengi að upplýsingum í ljósi nýrra persónuverndarlaga og var ofarlega á baugi sú óvissa sem ný löggjöf hefur í sumum tilvikum skapað í skjalavörslu.

Lesa meira

Meiri þátttaka og fleiri konur

Úrslita Evrópuþingskosninga, sem fram fóru 23. til 26. maí síðastliðinn, var beðið með mikilli eftirvæntingu í ríkjum Evrópusambandsins. Niðurstöðurnar komu um margt á óvart. Fyrir sveitarfélögin eru það helst tvö atriði sem gæti verið áhugavert að skoða nánar eða kosningaþátttakan annars vegar og aukinn hlutur kvenna hins vegar.

Lesa meira

Opinberir vinnustaðir virkir í nýsköpun

Nýsköpunardagur hins opinbera var haldinn í fyrsta sinn í dag fyrir fullu húsi í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur. Að deginum stendur Fjármála- og efnahagsráðuneytið ásamt Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Lesa meira

Nýsköpunardagurinn í beinu streymi

Streymt verður beint frá Nýsköpunardegi þess opinber 2019, sem fram fer í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur, 4. júní kl. 08:30 – 11:00. Dagskráin hefst á ávarpi Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formlegri opnun á nýrri vefsíðu um opinbera nýsköpun. Smelltu hér til að opna streymið.

Lesa meira