Fréttir og tilkynningar: febrúar 2019
Fyrirsagnalisti
Umsögn um fyrirhugaðar breytingar á lögum um opinber innkaup

Samband íslenskra sveitarfélaga leggur til að heimild til keðjuábyrgðar verði gerð að skyldu í lögum um opinber innkaup. Þá telur sambandið mikilvægt að hugað verði að stöðu bæði ríkis og sveitarfélaga, fari svo að Ríkiskaup verði lögð niður.
Nánar...Drög að reglum um sérkröfur til skólabifreiða

Samband íslenskra sveitarfélaga styður ekki drög að reglum um sérkröfur til skólabifreiða nái fram að ganga óbreytt, aðallega fyrir þá sök að umræddar reglur hafa ekki verið kostnaðarmetnar, með tilliti til mögulegra áhrifa þeirra á fjárhag sveitarfélaga. Þá er það álit sambandsins að reglugerðardrögin séu í ósamræmi við gildandi reglugerð um skólaakstur.
Nánar...Sameiginlegt örútboð á ritföngum fyrir grunnskóla

Ríkiskaup undirbúa nú sameiginlegt örútboð á ritföngum fyrir grunnskóla sveitarfélaganna, eins og farið hefur verið í undanfarin ár. Sveitarfélögum, sem ætla að taka þátt í útboðinu, er bent á að hafa samband við Grétar Erlingssons, verkefnastjóra hjá Ríkiskaupum á gretar@rikiskaup.is fyrir 4. mars nk.
Nánar...Er rétt að ríkið skattleggi almannaþjónustu?

Eitt af baráttumálum Sambands íslenskra sveitarfélaga er að ríkið komi að því með sveitarfélögunum að ljúka uppbyggingu á fráveitukerfum landsins. Sú umræða er ekki ný af nálinni og raunar voru sett lög árið 1995 um tímabundna endurgreiðslu virðisaukaskatts af fráveituframkvæmdum sveitarfélaga til ársins 2008. Náðust fram miklar umbætur um land allt á gildistíma lagannna. Óumdeilt er að verkefninu var hvergi nærri lokið enda voru aðstæður sveitarfélaga til þess að ráðast í stórar fjárfestingar á þessum tíma misjafnar.
Nánar...Evrópsku stjórnsýsluverðlaunin EPSA 2019

Opnað hefur verið fyrir tilnefningar til evrópsku stjórnsýsluverðlaunanna European Public Sector Award, EPSA 2019, en þessi eftirsóttu verðlaun eru veitt annað hvert ár fyrir framúrskarandi nýjungar í opinberri þjónustu og stefnumótun. Yfirskrift verðlaunanna er að þessu sinni: nýjar lausnir við flóknum viðfangsefnum - opinber þjónusta við allra hæfi, sjálfbær og framsýn; New Solutions to complex challanges - A public sector citizen-centric, sustainable and fit for the future.
Nánar...Innleiðing starfsmats hjá BHM

Framkvæmdanefnd starfsmats hefur samþykkt mat á þeim störfum aðildarfélaga innan BHM sem sömdu um starfsmat í síðustu kjarasamningum. Samningsaðilar gera ráð fyrir að fyrsta útborgun launa samkvæmt starfsmati verði 1. apríl nk.
Nánar...Fundað um fyrirhugaðar breytingar á lögum um loftslagsmál

Fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga og umhverfisráðuneytis áttu í gær fund vegna þeirra athugasemda sem sambandið hefur gert við fyrirhugað frumvarp um breytingar á lögum um loftslagsmál. Voru fundarmenn sammála um að sveitarstjórnarstigið gegni stóru hlutverki á sviði aðgerða í loftslagsmálum og kom fram vilji af hálfu ráðuneytisins til þess að skoða mögulegar breytingar með hliðsjón af umsögn sambandsins um drög að frumvarpinu.
Nánar...Upptökur af umræðu- og upplýsingafundi um NPA

Samband íslenskra sveitarfélaga og félagsmálaráðuneytið stóðu í gær fyrir umræðu- og upplýsingafundi um innleiðingu nýrra og breyttra laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Var á fundinum horft sérstaklega til notendastýrðrar persónulegar aðstoðar, NPA, og gildistöku reglugerðar nr. 1250/2018, sem gefin var út skömmu fyrir síðustu áramót.
Nánar...Úthlutanir vegna átaksverkefnisins Ísland ljóstengt

Þau 22 sveitarfélög sem tóku þátt í forvali Fjarskiptasjóðs vegna átaksverkefnisins Ísland ljóstengt hafa fengið tilboð um samtals 450 milljón króna styrki vegna ársins 2019. Jafnframt eiga 14 sveitarfélög nú kost á sérstökum byggðastyrk, samtals 150 milljónum króna. Viðkomandi sveitarfélög fá send tilboðsgögn frá sjóðnum í dag. Lokafrestur til að þiggja tilboð sjóðsins er til kl. 12:00, föstudaginn 8. mars nk.
Nánar...Aðgerðir ESB gegn hatursorðræðu skila árangri

Aðgerðir Evrópusambandsins gegn hatursorðræðu á netinu hafa í samstarfi við alþjóðlegu vefrisana skilað árangri. Frekari árangur er talinn háður því að fyrirtækin bæti upplýsingagjöf til notenda.
Nánar...- Fyrri síða
- Næsta síða