Fréttir: feb 2019

Umsögn um fyrirhugaðar breytingar á lögum um opinber innkaup

Samband íslenskra sveitarfélaga leggur til að heimild til keðjuábyrgðar verði gerð að skyldu í lögum um opinber innkaup. Þá telur sambandið mikilvægt að hugað verði að stöðu bæði ríkis og sveitarfélaga, fari svo að Ríkiskaup verði lögð niður.

Lesa meira

Drög að reglum um sérkröfur til skólabifreiða

Samband íslenskra sveitarfélaga styður ekki drög að reglum um sérkröfur til skólabifreiða nái fram að ganga óbreytt, aðallega fyrir þá sök að umræddar reglur hafa ekki verið kostnaðarmetnar, með tilliti til mögulegra áhrifa þeirra á fjárhag sveitarfélaga. Þá er það álit sambandsins að reglugerðardrögin séu í ósamræmi við gildandi reglugerð um skólaakstur.

Lesa meira

Sameiginlegt örútboð á ritföngum fyrir grunnskóla

Ríkiskaup undirbúa nú sameiginlegt örútboð á ritföngum fyrir grunnskóla sveitarfélaganna, eins og farið hefur verið í undanfarin ár. Sveitarfélögum, sem ætla að taka þátt í útboðinu, er bent á að hafa samband við Grétar Erlingssons, verkefnastjóra hjá Ríkiskaupum á gretar@rikiskaup.is fyrir 4. mars nk.

Lesa meira

Evrópsku stjórnsýsluverðlaunin EPSA 2019

Opnað hefur verið fyrir tilnefningar til evrópsku stjórnsýsluverðlaunanna European Public Sector Award, EPSA 2019, en þessi eftirsóttu verðlaun eru veitt annað hvert ár fyrir framúrskarandi nýjungar í opinberri þjónustu og stefnumótun. Yfirskrift verðlaunanna er að þessu sinni: nýjar lausnir við flóknum viðfangsefnum – opinber þjónusta við allra hæfi, sjálfbær og framsýn; New Solutions to complex challanges – A public sector citizen-centric, sustainable and fit for the future.

Lesa meira

Er rétt að ríkið skattleggi almannaþjónustu?

Eitt af bar­áttu­mál­um Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga er að ríkið komi að því með sveit­ar­fé­lög­un­um að ljúka upp­bygg­ingu á frá­veitu­kerf­um lands­ins. Sú umræða er ekki ný af nál­inni og raun­ar voru sett lög árið 1995 um tíma­bundna end­ur­greiðslu virðis­auka­skatts af frá­veitu­fram­kvæmd­um sveit­ar­fé­laga til árs­ins 2008. Náðust fram mikl­ar um­bæt­ur um land allt á gild­is­tíma lag­annna. Óum­deilt er að verk­efn­inu var hvergi nærri lokið enda voru aðstæður sveit­ar­fé­laga til þess að ráðast í stór­ar fjár­fest­ing­ar á þess­um tíma mis­jafn­ar.

Lesa meira

Innleiðing starfsmats hjá BHM

Framkvæmdanefnd starfsmats hefur samþykkt mat á þeim störfum aðildarfélaga innan BHM sem sömdu um starfsmat í síðustu kjarasamningum. Samningsaðilar gera ráð fyrir að fyrsta útborgun launa samkvæmt starfsmati verði 1. apríl nk.

Lesa meira

Fundað um fyrirhugaðar breytingar á lögum um loftslagsmál

Fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga og umhverfisráðuneytis áttu í gær fund vegna þeirra athugasemda sem sambandið hefur gert við fyrirhugað frumvarp um breytingar á lögum um loftslagsmál. Voru fundarmenn sammála um að sveitarstjórnarstigið gegni stóru hlutverki á sviði aðgerða í loftslagsmálum og kom fram vilji af hálfu ráðuneytisins til þess að skoða mögulegar breytingar með hliðsjón af umsögn sambandsins um drög að frumvarpinu.

Lesa meira

Upptökur af umræðu- og upplýsingafundi um NPA

Samband íslenskra sveitarfélaga og félagsmálaráðuneytið stóðu í gær fyrir umræðu- og upplýsingafundi um innleiðingu nýrra og breyttra laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Var á fundinum horft sérstaklega til notendastýrðrar persónulegar aðstoðar, NPA, og gildistöku reglugerðar nr. 1250/2018, sem gefin var út skömmu fyrir síðustu áramót.

Lesa meira

Úthlutanir vegna átaksverkefnisins Ísland ljóstengt

Þau 22 sveitarfélög sem tóku þátt í forvali Fjarskiptasjóðs vegna átaksverkefnisins Ísland ljóstengt hafa fengið tilboð um samtals 450 milljón króna styrki vegna ársins 2019. Jafnframt eiga 14 sveitarfélög nú kost á sérstökum byggðastyrk, samtals 150 milljónum króna. Viðkomandi sveitarfélög fá send tilboðsgögn frá sjóðnum í dag. Lokafrestur til að þiggja tilboð sjóðsins er til kl. 12:00, föstudaginn 8. mars nk. 

Lesa meira

Aðgerðir ESB gegn hatursorðræðu skila árangri

Aðgerðir Evrópusambandsins gegn hatursorðræðu á netinu hafa í samstarfi við alþjóðlegu vefrisana skilað árangri. Frekari árangur er talinn háður því að fyrirtækin bæti upplýsingagjöf til notenda.

Lesa meira

Fjárhagsáætlanir sveitarfélaga 2019-2022

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur unnið samantekt um fjárhagsáætlanir sveitarfélaga. Um er að ræða fjárhagsáætlanir 71 sveitarfélags af 72, en í þessum sveitarfélögum búa nærfellt allir íbúar landsins. Samantektin tekur eingöngu til A-hluta sveitarfélaga og snýr því að þeirri starfsemi sem er að hluta eða öllu leyti fjármögnuð af skatttekjum.

Lesa meira

Kynningarfundur um heimsmarkmiðin og sveitarfélögin í beinni

Streymt verður beint frá kynningarfundinum um heimsmarkmiðin og sveitarfélögin, á vef sambandsins. Fundurinn fer fram á Grand hóteli föstudaginn 15. febrúar kl. 13:00 til 16:30. 

Lesa meira

Eitt leiðarkerfi fyrir allar almenningssamgöngur

Lögð hafa verið fram til kynningar drög að fyrstu heildarstefnu ríkisins í almenningssamgöngum. Markmið stefnunnar er að stuðla að umhverfisvænni, öruggari og þjóðhagslega hagkvæmari umferð um land allt samfara aukinni notkun almenningssamganga. Þá eru almenningssamgöngur skilgreindar út frá einu og samþættu leiðarkerfi fyrir flug, ferjur og almenningsvagna á öllu landinu. . 

Lesa meira

Starf félagsþjónustufulltrúa sveitarfélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir stöðu sérfræðings í málefnum félagsþjónustu sveitarfélaga á lögfræði- og velferðarsviði. Félagsþjónustufulltrúi starfar ásamt öðrum sérfræðingum sviðsins að margþættum og síbreytilegum verkefnum, sem tengjast félagsþjónustu sveitarfélaga og öðrum velferðarmálum sem varða starfsemi sveitarfélaga.

Lesa meira

Mikill áhugi hjá sænskum sveitarfélögum á heimsmarkmiðunum

Glokala Sverige – Agenda 2030 er yfirskrift þriggja ára samstarfs- og fræðsluverkefnis um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem SKL, samtök sveitarfélaga og svæða, standa fyrir í samstarfi við Félag Samneinuðu þjóðanna í Svíþjóð. Heimsmarkmiðin hafa áunnið sér sess innan vébanda samtakanna sem hagnýtt tæki til innleiðingar á aðferðum sjálfbærrar þróunar.

Lesa meira

Skora á ríkið að hefja viðræður vegna hjúkrunarheimilanna

Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu skora á Sjúkratryggingar Íslands og heilbrigðisráðuneytið að hefja nú þegar markvissar og raunhæfar viðræður við samtökin og Samband íslenskra sveitarfélaga um þjónustu hjúkrunarheimila, sem og þjónustu í dagdvalarrýmum. Ef fram heldur sem horfir verður þjónustuskerðing óhjákvæmileg vegna þeirrar rýrnunar sem átt hefur sér stað á verðgildi fjárveitinga samfara kostnaðarhækkunum undanfarinna missera. 

Lesa meira

Hagvöxtur landshluta 2008-2016

Hagvöxtur var 15-18% í þeim landshlutum sem hann var mestur á árunum 2016-2018 og talsvert yfir landsmeðaltali sem nam 10% á þessu árabili. Þetta er að meðal þess sem kemur fram í Hagvöxtur landshluta 2008-2016 sem kom nýlega út. Skýrslan er unnin af Dr. Sigurði Jóhannessyni hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands í samvinnu við þróunarsvið Byggðastofnunar.

Lesa meira

Seltjarnarnesbær hlýtur Orðsporið 2019

Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, tók í dag við Orðsporinu 2019 – hvatningarverðlaunum sem afhent eru á Degi leikskólans. Verðlaunin voru veitt því sveitarfélagi sem þykir hafa skarað fram úr við að bæta starfsaðstæður og starfskjör leikskólakennara umfram kjarasamning.

Lesa meira