Fréttir og tilkynningar: janúar 2019
Fyrirsagnalisti
Tillögum vegna úttektar Evrópumiðstöðvar fylgt eftir

Framkvæmdastjórar sveitarfélaga sem reka grunnskóla hafa verið beðnir um að upplýsa um úthlutunarreglur sem unnið er eftir við ráðstöfun fjármagns vegna stuðnings við nemendur með sérþarfir í grunnskólum, nemendur af erlendum uppruna og nemendur sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður.
Nánar...Evrópuvika sjálfbærrar orku

Sjálfbærniverðlaun Evrópusambandsins, EU Sustainable Energy Awards, verða afhent í tengslum við Evrópuviku sjálfbærrar orku sem fram fer í Brussel dagana 17. til 21. júní nk. Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi nýsköpunarverkefni á sviði orkusparnaðar og endurnýjanlegra orkugjafa.
Nánar...Ábendingar til starfshóps um gerð orkustefnu

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent starfshópi um gerð orkustefnu ýmsar ábendingar vegna 1. áfanga stefnumótunarinnar. Ábendingarnar eru settar fram í umsögn, sem ætlað er að endurspegla almennar áherslur í umræðunni um orkumál á vettvangi sveitarfélaga. Megináhersla er lögð á raforkumál og vísast varðandi hlut samgöngumála til umsagnar sambandsins um aðgerðaáætlun um loftslagsmál.
Nánar...Stjórn sambandsins lýsir ánægju með framkomnar tillögur í húsnæðismálum

tjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga ræddi á fundi sínum í dag um tillögur átakshóps forsætisráðherra um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði. Aðallega voru til umræðu þær tillögur sem víkja að sveitarfélögum og aðgerðum á þeirra vegum. Leggur stjórn sambandsins áherslu á ð fulltrúar sveitarfélaga taki beinan þátt í mótun á útfærslum og framfylgd niðurstðananna og hvetur til þess að komið verði á markvissu samstarfi stjórnvada og helstu haghafa um úrbætur í húsnæðismálum á grundvelli niðurstaðna átkashópsins.
Nánar...Endurmenntunarsjóður hefur opnað fyrir umsóknir

Stjórn Námsleyfasjóðs auglýsir eftir umsóknum í Endurmenntunarsjóð grunnskóla vegna endurmenntunarverkefna skólaárið 2019-2020. Umsóknarfrestur er til og með 21. febrúar 2019.
Nánar...Heildarendurskoðun á málefnum barna og ungmenna

Samhliða uppskiptingu velferðarráðuneytis í heilbrigðisráðuneyti og félagsmálaráðuneyti um sl. áramót, varð til nýtt ráðuneyti barnamála, sem heyrir nú undir félagamálaráðherra. Félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, hefur í framhaldinu boðað heildarendurskoðun á málefnum barna og er undirbúningur þeirrar vinnu vel á veg kominn.
Nánar...Samræmd móttaka flóttafólks

Félagsmálaráðuneyti undirbýr nú innleiðingu á samræmdri móttöku flóttafólks. Auglýst verður eftir sveitarfélögum sem vilja taka á móti flóttafólki og gerður við þau samningur þar að lútandi. Hlutverk móttökusveitarfélags verður að tryggja samfellda og sveigjanlega þjónustu með einstaklingsmiðaðri áætlun ásamt því að tryggja flóttafólki aðgang að leiguhúsnæði. Þetta kom fram í máli Ásmunds Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, á fundi í gær í Þróunarsetri Vestfjarða.
Nánar...Sveitarfélög vilja sanngjarna hlutdeild í tekjum hins opinbera af sameiginlegum auðlindum

Samband íslenskra sveitarfélaga styður ekki frumvarp til laga um gjald vegna nýtingar eldissvæða í sjó. Að áliti sambandsins er um auðlindagjald að ræða, sama hvaða nafni það nefnist og að stofni til beri gjaldinu því að standa undir uppbyggingu sveitarfélaga vegna fiskeldis.
Nánar...
Stefnuleysi í vindorkumálum gagnrýnt

Guðjón Bragason, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, fjallaði um stöðu sveitarfélaga á málþingi um vindorku sem fór nýlega fram á vegum verkefnastjórnar 4. áfanga rammaáætlunar og umhverfis- og auðlindaráðuneytis. Stefnuleysi í orkumálum og óskýrt lagaumhverfi er á meðal þess sem getur torveldað sveitarfélögum að takast á nýjar áskoranir í vinorkunýtingu.
Nánar...Dagur leikskólans 2019 er 6. febrúar

Miðvikudaginn 6. febrúar nk. verður dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins í tólfta sinn, en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Leikskólar landsins hafa á undanförnum árum haldið upp á dag leikskólans með margbreytilegum hætti og þannig stuðlað að jákvæðri umræðu um leikskólastarfið.
Nánar...- Fyrri síða
- Næsta síða