Fréttir: okt 2018, síða: 2

Frábær frammistaða á Evrópumóti iðn- og verkgreina

Móttaka var nýlega haldin í Ráðherrabústaðnum fyrir fulltrúa Íslands á Evrópukeppni iðn- og verkgreina, EuroSkills, sem fram fór í Búdapest á dögunum. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra færði keppendunum, sem voru átta að tölu, viðurkenningar fyrir frábæra frammistöðu.

Lesa meira

Ráðherra vill fara finnsku leiðina

Ásmundur Einar Daðason, húsnæðismálaráðherra, talaði fyrir „finnsku leiðinni“ á Húsnæðisþingi 2018, sem fram fór í gær. Sú leið felur í sér að ríki og sveitarfélög vinni sameiginlega á þeim framboðsskorti sem herjar á stórhöfuðborgarsvæðinu í húsnæðismálum. Með stórhöfuðborgarsvæðinu á ráðherra við mun fleiri sveitarfélög en þau sem venjulega eru talin til þess og segir hann að viðræður séu þegar hafnar við nokkur af þeim.

Lesa meira

Kynningarherferð Persónuverndar

Persónuvernd stendur fyrir kynningarherferð um landið vegna nýju persónuverndarlöggjafarinnar. Fundaröðin hefst á Akureyri í dag og lýkur í Reykjavík þann 26.nóvember nk. 

Lesa meira

Nýsköpunarkönnun 2018

Fjármála- og efnahagsráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga standa fyrir nýsköpunarkönnuninni 2018, samnorrænni könnun sem er bæði ætlað að kortleggja nýsköpun hjá hinu opinbera og efla. Könnunin er hluti af Nýsköpunarvoginni, samnorrænni könnun sem ætlað er að kortleggja nýsköpun hjá hinu opinbera og um leið efla nýsköpun. 

Lesa meira

Misskilningur um gildissvið nýrra persónuverndarlaga innan skólasamfélagsins

Persónuvernd hefur vakið athygli á misskilningi, sem gætt hefur í innleiðingu leik- og grunnskóla á nýjum  persónuverndarlögum, í ábendingu sem stofnunin hefur sent frá sér. Samband íslenskra sveitarfélaga fagnar frumkvæði Persónuverndar í málinu. Um mikilvægar leiðbeiningar til skóla og sveitarfélaga sé að ræða, en lítill sem enginn aðlögunartími hafi verið gefinn vegna gildistöku löggjafarinnar.

Lesa meira

Um helmingur sveitarfélaga með yfir 90% mönnun réttindakennara

Alls eru 32 sveitarfélög, af þeim 62 sem reka grunnskóla, með allar eða nær allar kennarastöður mannaðar réttindakennurum. Þar af eru 26 sveitarfélög staðsett á landsbyggðinni. Á höfuðborgarsvæðinu ná fjögur af sex sveitarfélögum 90% mönnunarmarkinu. Í allri umræðu um kennaraskort heyrist þó gjarnan talað um að nýliðunarvandinn sé mun alvarlegri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. 

Lesa meira

Árbók sveitarfélaga 2018 komin út

34. árgangur af Árbók sveitarfélaga er komin út. Árbókin hefur í gegnum tíðina verið afar vinsæl meðal sveitarstjórnarfólks sem og margra annarra er láta sig sveitarstjórnarmál varða. Bókin er þægileg til uppflettingar og samanburðarrannsókna enda má finna þar ýmis konar tölfræði úr rekstri og starfsemi sveitarfélaga.

Lesa meira

Eyða verður óvissu vegna NPA

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga átelur þann drátt sem orðið hefur á kostnaðarmati vegna innleiðingar sveitarfélaga á NPA-samningum. Þá er óboðlegt að NPA hafi verið lögfest sem þjónustuform, án þess að reglugerð lægi efnislega fyrir um framkvæmd þess og er því áríðandi, að mati stjórnarinnar, að málið verði rætt til hlítar á fyrirhugum fundi sambandsins með félags- og jafnréttisráðherra nú fyrir lok októbermánaðar.

Lesa meira

Lokaorð formanns sambandsins á byggðaráðstefnu 2018

Við verðum öll að leggja okkar af mörkum í baráttunni gegn hlýnun jarðar, sagði Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélga, í lokaorðum sínum á byggðaráðstefnu 2018, sem lauk á Stykkishólmi í gær. Þá er ekki síður brýnt, að samkomulag takist hjá þjóðinni um þá aðferðafræði sem stuðst verður við til að ákveða hvernig innviðauppbyggingu næstu ára verður háttað.

Lesa meira

Forskot til framtíðar–ráðstefna um vinnumarkaðsmál

Ráðstefnan Forskot til framtíðar verður haldin föstudaginn 2. nóvember nk. frá klukkan 9 til 14:10 á Hilton Reykjavík Nordica. Til umfjöllunar verður vinnumarkaður framtíðarinnar, með áherslu á möguleg áhrif breyttrar heimsmyndar á náms- og atvinnutækifæri ungs fólks.

Lesa meira

Yfirlýsing frá Samninganefnd sveitarfélaga

Vegna ályktana frá ársfundi Skólastjórafélags Íslands þann 13. október sl. og undirritaðar eru af Þorsteini Sæberg, formanni félagsins, vill Samninganefnd sveitarfélaga, SNS, að staðreyndum málsins verði haldið til haga.

Lesa meira

Sveitarstjórnarmenn bera saman bækur sínar

Á nýafstöðnu landsþingi sambandsins sem haldið var á Akureyri 26.–28. september síðastliðinn hittust um 200 fulltrúar sveitarfélaga og áttu góða samvinnu um undirbúning að stefnumörkun sambandsins. Einnig var kosin ný stjórn til næstu fjögurra ára. Landsþingið tókst vel og ríkti almenn ánægja og einhugur í hópi sveitarstjórnarmanna.

Lesa meira

Er rekstur sveitarfélaga sjálfbær?

Á nýafstaðinni fjármálaráðstefnu sveitarfélaga flutti Yngvi Harðarson, framkvæmdastjóri Analytica, yfirgripsmikið erindi þar sem hann velti fyrir sér spurningunni hvor sveitarfélög séu fjárhagslega sjálfbær.

Lesa meira

Fylgstu með málstofum fjármálaráðstefnunnar

Fjórar málstofur standa nú yfir á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga. Nálgast má upptökur af erindum og glærum fyrirlesara hér á vef sambandsins.

Lesa meira

„Gljúfrið“ í þjónustu ríkis og sveitarfélaga

Nær væri að tala um gljúfur í opinberri þjónustu en grá svæði, að mati Önnu Gunnlaugar Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra Geðhjálpar. Þetta gljúfur, sem hefur myndast á þjónustumótum ríkis og sveitarfélaga, fari stækkandi verði ekkert að gert. 

Lesa meira

Upptökur af fjármálaráðstefnu sveitarfélaga

Nálgast má upptökur af öllum erindum sem flutt voru á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í dag hér á vef sambandsins ásamt glærum margra fyrirlesara. Upptökur af þeim fjórum málstofum sem fara fram fyrir hádegi á morgun, á síðari degi ráðstefnunnar, verða einnig aðgengilegar hér á vef sambandins.

Lesa meira

Látum heldur verkin tala

Engin hagræðing er fólgin í því að ýta kostnaði af einu stjórnsýslustigi yfir á það næsta, sagði Sigrún Þórarinsdóttir, félagsþjónustufulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga á fjármálaráðstefnu í dag. Sigrún fjallaði þar um svokölluð grá svæði í opinberri þjónustu.   

Lesa meira

Viðurkenna verður framlegðarþörf sveitarfélaga

Forsenda þess að sveitarfélög geti sinnt nauðsynlegri uppbyggingu og þróun vegna þeirra verkefna sem þau taka að sér, er að framlegðarþörf þeirra sé viðurkennd af hálfu ríkisins. Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, fjallaði um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga í erindi sínu á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í dag og þróun helstu stærða í þeim efnum. 

Lesa meira