Fréttir: ágú 2018

Umbætur í norska skólakerfinu rýndar

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, var nýlega stödd í Noregi að kynna sér umbætur í menntamálum þarlendra. Með ráðherranum í för voru fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Kennarasambandi Íslands og fulltrúum menntavísindasviðs Háskóla Íslands og kennaradeildar Háskólans á Akureyri.

Lesa meira

Námsleyfi grunnskólakennara og skólastjórnenda skólaárið 2019–2020

Námsleyfasjóður hefur opnað fyrir umsóknir um námsleyfi grunnskólakennara og stjórnenda grunnskóla skólaárið 2019–2020. Umsækjendum er gert að skila inn umsóknum á rafrænu formi á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til og með 1. október 2018.

Lesa meira

Spurt og svarað um ný og breytt lög í félagsþjónustu

Innleiðing á sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er á meðal þess sem ný og breitt lög boða í félagsþjónustu sveitarfélaga. Af öðrum breytingum má nefna, að notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) hefur verið lögfest sem þjónustuform og ber innleiðingu þess að vera lokið fyrir árið 2022. Endurskoðun álitaefna sem kunna að koma upp við framkvæmd laganna á jafnframt að vera lokið eigi síðar en 1. október 2021.

Lesa meira

Auglýsing um framlög úr byggðaáætlun

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur opnað fyrir umsóknir um framlög til sértækra verkefna á sóknaráætlanasvæðum. Í þessari fyrstu lotu verður áhersla lögð á svæði sem búa við langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf og verða verkefni með varanleg og veruleg jákvæð áhrif á þróun byggðar sett í forgang.

Lesa meira

Krefst viðhorfsbreytingar í íþrótta- og æskulýðsstarfi

Mikilvægt er að stjórnvöld knýi fram viðhorfsbreytingu gagnvart kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun í öllu íþrótta- og æskulýðsstarfi, að mati starfshóps sem mennta- og menningarmálaráðherra skipaði í kjöfar #metoo aðgerða íþróttakvenna. Ofbeldishegðun er ólíðandi í öllu íþrótta- og æskulýðsstarfi og forgangsmál er að öryggi iðkenda og annarra þátttakenda sé hafið yfir vafa. Mennta- og menningarmálaráðuneytið leitar samstarfi við sveitarfélög um framkvæmd á tillögum starfshópsins.

Lesa meira

Fræðslu- og umræðufundir um menntun fyrir alla og menntastefnu 2030

Fyrstu umræðu- og fræðslufundir menntamálaráðherra um menntun fyrir alla verða í Árborg, mánudaginn næstkomandi, þann 3. september. Boðað er til fundanna vegna mótunar á nýrri menntastefnu stjórnvalda og verður fundað á samtals 23 stöðum um land allt. Fundaröðinni lýkur í Reykjavík síðari hlutann í nóvember.

Lesa meira

Ráðherra kynnir skipulagsmálanefnd frumvarpsdrög um nýja Þjóðgarðsstofnun

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, kynnti á fundi skipulagsmálanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær drög að frumvarpi til laga um nýja ríkisstofnun fyrir verndarsvæði á Íslandi.

Lesa meira

Hvert er förinni heitið?

Málþingið um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk hefst á Grand hótel kl. 13:00 í dag. Málþingið er samvinnuverkefni sambandsins, ÖBÍ og velferðaráðuneytisins. Yfirskrift málþingsins er Hvert er förinni heitið? og er tilgangur þess að fjalla um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk m.a. með tengingu við byggðaáætlun og þjónustu í dreifbýli.

Lesa meira

Útlán Lánasjóðs sveitarfélaga aukast

Aukning varð á útlánum Lánasjóðs sveitarfélaga á fyrri hluta ársins í tengslum við uppgjör sveitarfélaga á lífeyrisskuldbindingum. Heildarútlán jukust á tímabilinu um 17,6 milljarða eða um 24%.

Lesa meira

Samanburður á fasteignagjöldum heimila

Fasteignamat og fasteignagjöld hækkuðu samanlagt mest á Húsavík á milli áranna 2017 og 2018 eða um 43%. Byggðastofnun ber árlega saman fasteignagjöld heimila á 26 stöðum á landinu og eru nú samanburðarhæf gögn tiltæk allt frá árinu 2010.

Lesa meira

Allt sem kjörinn fulltrúi þarf að vita í sveitarstjórn

Námskeiðum fyrir kjörna fulltrúa hefur verið hrundið af stað, nokkru fyrr en venja hefur staðið til. Námskeiðin eru haldin í samstarfi við landshlutasamtök sveitarfélaga að hverjum sveitarstjórnarkosningum loknum og eru jafnan vel sótt, einkum af þeim sem taka nú sæti í fyrsta sinn í sveitarstjórn.

Lesa meira

Starf lögfræðings hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga hyggst ráða lögfræðing á lögfræði- og velferðarsviði. Lögfræðingar sambandsins koma fram fyrir þess hönd við undirbúning lagafrumvarpa og stjórnvaldsfyrirmæla sem varða sveitarfélögin og vinna að upplýsingagjöf, ráðgjöf og fræðslu til sveitarfélaga.

Lesa meira

Umsögn um frumvarp til nýrra umferðarlaga

Samband íslenskra sveitarfélaga telur að frumvarp til nýrra umferðarlaga sé vel unnið og nái að meginstefnu til markmiðum um skýra lagasetningu. Í umsögn þess kemur þó fram að enn megi nefna nokkur atriðið í frumvarpinu sem ástæða er til að skoða frekar.

Lesa meira

Hlutverk og staða landshlutasamtaka skilgreind

Starfshópi á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur verið falið að meta stöðu landshlutasamtaka sveitarfélaga og skilgreina hlutverk þeirra gagnvart sveitarfélögum annars vegar og ríkinu hins vegar.

Lesa meira

Kynningarfundir um verndarsvæði á Íslandi

Umhverfis- og auðlindaráðherra gengst á næstu vikum fyrir kynningarfundum um land allt, þar sem drög að frumvarpi um stofnun verndarsvæða verða kynnt. Fyrstu fundirnir fara fram í Búðardal og á Hólmavík þann 15. ágúst og 16. ágúst nk.

Lesa meira

Aðlögðun heimsmarkmiða að sveitarstjórnarstiginu

Mælst er eindregið til þess, að fjallað sé sérstaklega um staðbundna framkvæmd heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna (SDG) í stöðuskýrslum aðildaríkja, í nýútkominni skýrslu CEMR og PLATFORMA; Heimsmarkmiðin og forystuhlutverk sveitarstjórna og svæða í Evrópu. Skýrslan byggir á könnun sem gerð var á afstöðu staðbundinna stjórnvalda til heimsmarkmiðanna og aðlögun þeirra að sveitarstjórnarstiginu.

Lesa meira

Auglýst eftir æskulýðsfulltrúum 2019

Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins auglýsir eftir æskulýðsfulltrúum fyrir næsta starfsár. Ungt fólk á aldrinum l8 til 30 ára með áhuga á staðbundnum stjórnmálum er hvatt til að sækja um. Umsóknarfrestur er til 17. september nk.

Lesa meira

Börn í borg í Vínarborg

Heimsáðstefnan Börn í borg eða Child in the City World Conference fer fram í Vínarborg dagna 24. til 26. september nk. Þessi sérhæfða ráðstefna um barnvænar borgir fer nú fram í níunda sinn.

Lesa meira