Fréttir og tilkynningar: ágúst 2018

Fyrirsagnalisti

31. ágú. 2018 : Umbætur í norska skólakerfinu rýndar

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, var nýlega stödd í Noregi að kynna sér umbætur í menntamálum þarlendra. Með ráðherranum í för voru fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Kennarasambandi Íslands og fulltrúum menntavísindasviðs Háskóla Íslands og kennaradeildar Háskólans á Akureyri.

Nánar...

31. ágú. 2018 : Námsleyfi grunnskólakennara og skólastjórnenda skólaárið 2019–2020

Námsleyfasjóður hefur opnað fyrir umsóknir um námsleyfi grunnskólakennara og stjórnenda grunnskóla skólaárið 2019–2020. Umsækjendum er gert að skila inn umsóknum á rafrænu formi á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til og með 1. október 2018.

Nánar...

30. ágú. 2018 : Spurt og svarað um ný og breytt lög í félagsþjónustu

Innleiðing á sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er á meðal þess sem ný og breitt lög boða í félagsþjónustu sveitarfélaga. Af öðrum breytingum má nefna, að notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) hefur verið lögfest sem þjónustuform og ber innleiðingu þess að vera lokið fyrir árið 2022. Endurskoðun álitaefna sem kunna að koma upp við framkvæmd laganna á jafnframt að vera lokið eigi síðar en 1. október 2021.

Nánar...

30. ágú. 2018 : Auglýsing um framlög úr byggðaáætlun

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur opnað fyrir umsóknir um framlög til sértækra verkefna á sóknaráætlanasvæðum. Í þessari fyrstu lotu verður áhersla lögð á svæði sem búa við langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf og verða verkefni með varanleg og veruleg jákvæð áhrif á þróun byggðar sett í forgang.

Nánar...

28. ágú. 2018 : Krefst viðhorfsbreytingar í íþrótta- og æskulýðsstarfi

Mikilvægt er að stjórnvöld knýi fram viðhorfsbreytingu gagnvart kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun í öllu íþrótta- og æskulýðsstarfi, að mati starfshóps sem mennta- og menningarmálaráðherra skipaði í kjöfar #metoo aðgerða íþróttakvenna. Ofbeldishegðun er ólíðandi í öllu íþrótta- og æskulýðsstarfi og forgangsmál er að öryggi iðkenda og annarra þátttakenda sé hafið yfir vafa. Mennta- og menningarmálaráðuneytið leitar samstarfi við sveitarfélög um framkvæmd á tillögum starfshópsins.

Nánar...

28. ágú. 2018 : Fræðslu- og umræðufundir um menntun fyrir alla og menntastefnu 2030

Fyrstu umræðu- og fræðslufundir menntamálaráðherra um menntun fyrir alla verða í Árborg, mánudaginn næstkomandi, þann 3. september. Boðað er til fundanna vegna mótunar á nýrri menntastefnu stjórnvalda og verður fundað á samtals 23 stöðum um land allt. Fundaröðinni lýkur í Reykjavík síðari hlutann í nóvember.

Nánar...

28. ágú. 2018 : Ráðherra kynnir skipulagsmálanefnd frumvarpsdrög um nýja Þjóðgarðsstofnun

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, kynnti á fundi skipulagsmálanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær drög að frumvarpi til laga um nýja ríkisstofnun fyrir verndarsvæði á Íslandi.

Nánar...

27. ágú. 2018 : Útlán Lánasjóðs sveitarfélaga aukast

Aukning varð á útlánum Lánasjóðs sveitarfélaga á fyrri hluta ársins í tengslum við uppgjör sveitarfélaga á lífeyrisskuldbindingum. Heildarútlán jukust á tímabilinu um 17,6 milljarða eða um 24%.

Nánar...

27. ágú. 2018 : Hvert er förinni heitið?

Málþingið um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk hefst á Grand hótel kl. 13:00 í dag. Málþingið er samvinnuverkefni sambandsins, ÖBÍ og velferðaráðuneytisins. Yfirskrift málþingsins er Hvert er förinni heitið? og er tilgangur þess að fjalla um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk m.a. með tengingu við byggðaáætlun og þjónustu í dreifbýli.

Nánar...
Síða 1 af 3