Fréttir: júl 2018

Nýtt þjónustukort verður byggt upp í áföngum

Byggðastofnun opnaði nýlega kortasjá sem sýnir aðgengi almennings að þjónustu á öllu landinu. Um fyrsta áfangann er að ræða í gerð gagnvirks þjónustukorts sem styðja mun við stefnumótun stjórnvalda í byggðaþróun.  

Lesa meira

Yfirlit yfir alla verkefnastyrki í Brothættum byggðum

Byggðastofnun hefur sett saman og birt yfirlit yfir alla verkefnastyrki sem hafa verið veittir í Brothættum byggðum frá upphafi. Er þetta í anda aukins gagnsæsis og opinnar stjórnsýslu.

Lesa meira

Frumvarp til nýrra umferðalaga

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti kallar eftir umsögnum um drög að nýju frumvarpi til umferðarlaga á samráðsgátt stjórnarráðsins. Drögin taka mið af þeim athugasemdum sem komið hafa fram í fyrra samráði, en frumvarp til nýrra umferðarlaga hefur verið lagt fjórum sinnum fram á Alþingi, nú síðast á 141. löggjafarþingi 2012-2013.

Lesa meira

Norrænt samstarf í menningarmálum í brennidepli

Sænska sveitarfélaga- og svæðasambandið, SKL, skipulagði nýlega í  tengslum við formennsku Svía í Norrænu ráðherranefndinni ráðstefnu sem pólitískir leiðtogar á öllum stjórnsýslustigum sóttu, til að ræða framtíð norræns samstarfs í menningarmálum (multi level governance).

Lesa meira

Aðgerðaráætlun vegna Árósarsamningsins til umsagnar

Samband íslenskra sveitarfélaga bendir í umsögn sinni vegna Árósarsamningsins á, að stórauka verði fjárframlög til umhverfisverndarsamtaka svo að þau fái staðið undir auknum verkefnum. Tillaga umhverfis- og auðlindaráðuneytis að aðgerðaráætlun um innleiðingu samningsins hér á landi 2018-2021 er nú til umsagnar

Lesa meira

Byggðaráðstefnan 2018

Kallað er eftir erindum á Byggðaráðstefnuna sem haldin verður 16.-17. október 2018 í Stykkishólmi. Umfjöllunarefni ráðstefnunnar er: Byggðaþróun og umhverfismál, hvernig getur blómleg byggð og náttúrvernd farið saman? 

Lesa meira

Opnað fyrir umsóknir um stofnframlög

Íbúðalánasjóður hefur nú opnað fyrir umsóknir um stofnframlög ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum. Umsóknarfrestur er til og með 31. október nk.

Lesa meira

Ný lög um lögheimili og aðsetur

Hjónum er nú heimilt að skrá sig til lögheimilis hvoru á sínum stað, samkvæmt nýjum lögum um lögheimili og aðsetur sem samþykkt voru á Alþingi skömmu fyrir þinglok. Lögin boða margvísleg önnur nýmæli, en meginmarkmið þeirra er að stuðla að því að búsetu- og aðsetursskráning fólks sé sem réttust.

Lesa meira

Samþykkt sveitarstjórnar um betra veður virkaði

Þeir sem greiða atkvæði með tillögunni um betra veður, eru beðnir um að gefa merki. Atkvæðagreiðslan hefst núna! Asle Schrøder, oddviti í Steigen, var eins og aðrir orðinn leiður á endalausri rigningu. Sólarstundir hafa aldrei mælst færri í Norður-Noregi en í júní sl. og ekkert annað að gera en að slá því upp í grín.

Lesa meira

Forgangsmarkmið samþykkt vegna heimsmarkmiðanna

Ríkisstjórn Íslands samþykkti nýlega tillögur verkefnastjórnar að forgangsröðun á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna (S.þ.). Tillögurnar eru liður í undirbúningi stjórnvalda vegna málsins, en innleiðingu á sem kunnugt er að vera lokið á árinu 2030. Endanlegar ákvarðanir um aðkomu sveitarfélaga að verkefninu verða teknar á XXXII. landsþingi þeirra, sem fram fer í september nk.

Lesa meira

Opið umsagnarferli fyrir hagaðila og almenning

Kerfisáætlun Landsnets um uppbyggingu á flutningskerfi raforku á Íslandi 2018-2027 er í opnu umsagnarferli. Minnt er á að frestur til að skila inn athugasemdum er til 15. júlí nk.

Lesa meira

Persónuverndar- og upplýsingaöryggisstefna samþykkt

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti á fundi sínum þann 29. júní sl. persónuverndar- og upplýsingaöryggisstefnu fyrir sambandið. Stefnan tekur til meðferðar persónuupplýsinga í skilningi laga um persónuvernd og skjalfestir mikilvægi persónuverndar við hvers konar upplýsingavinnslu á vegum þess.

Lesa meira