Fréttir og tilkynningar: júlí 2018

Fyrirsagnalisti

20. júl. 2018 : Nýtt þjónustukort verður byggt upp í áföngum

Byggðastofnun opnaði nýlega kortasjá sem sýnir aðgengi almennings að þjónustu á öllu landinu. Um fyrsta áfangann er að ræða í gerð gagnvirks þjónustukorts sem styðja mun við stefnumótun stjórnvalda í byggðaþróun.  

Nánar...

19. júl. 2018 : Yfirlit yfir alla verkefnastyrki í Brothættum byggðum

Byggðastofnun hefur sett saman og birt yfirlit yfir alla verkefnastyrki sem hafa verið veittir í Brothættum byggðum frá upphafi. Er þetta í anda aukins gagnsæsis og opinnar stjórnsýslu.

Nánar...

16. júl. 2018 : Norrænt samstarf í menningarmálum í brennidepli

Sænska sveitarfélaga- og svæðasambandið, SKL, skipulagði nýlega í  tengslum við formennsku Svía í Norrænu ráðherranefndinni ráðstefnu sem pólitískir leiðtogar á öllum stjórnsýslustigum sóttu, til að ræða framtíð norræns samstarfs í menningarmálum (multi level governance).

Nánar...

16. júl. 2018 : Frumvarp til nýrra umferðalaga

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti kallar eftir umsögnum um drög að nýju frumvarpi til umferðarlaga á samráðsgátt stjórnarráðsins. Drögin taka mið af þeim athugasemdum sem komið hafa fram í fyrra samráði, en frumvarp til nýrra umferðarlaga hefur verið lagt fjórum sinnum fram á Alþingi, nú síðast á 141. löggjafarþingi 2012-2013.

Nánar...

11. júl. 2018 : Aðgerðaráætlun vegna Árósarsamningsins til umsagnar

Samband íslenskra sveitarfélaga bendir í umsögn sinni vegna Árósarsamningsins á, að stórauka verði fjárframlög til umhverfisverndarsamtaka svo að þau fái staðið undir auknum verkefnum. Tillaga umhverfis- og auðlindaráðuneytis að aðgerðaráætlun um innleiðingu samningsins hér á landi 2018-2021 er nú til umsagnar

Nánar...

10. júl. 2018 : Byggðaráðstefnan 2018

Kallað er eftir erindum á Byggðaráðstefnuna sem haldin verður 16.-17. október 2018 í Stykkishólmi. Umfjöllunarefni ráðstefnunnar er: Byggðaþróun og umhverfismál, hvernig getur blómleg byggð og náttúrvernd farið saman? 

Nánar...

09. júl. 2018 : Opnað fyrir umsóknir um stofnframlög

Logheimili-teikning

Íbúðalánasjóður hefur nú opnað fyrir umsóknir um stofnframlög ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum. Umsóknarfrestur er til og með 31. október nk.

Nánar...

06. júl. 2018 : Ný lög um lögheimili og aðsetur

Hjónum er nú heimilt að skrá sig til lögheimilis hvoru á sínum stað, samkvæmt nýjum lögum um lögheimili og aðsetur sem samþykkt voru á Alþingi skömmu fyrir þinglok. Lögin boða margvísleg önnur nýmæli, en meginmarkmið þeirra er að stuðla að því að búsetu- og aðsetursskráning fólks sé sem réttust.

Nánar...

04. júl. 2018 : Samþykkt sveitarstjórnar um betra veður virkaði

Þeir sem greiða atkvæði með tillögunni um betra veður, eru beðnir um að gefa merki. Atkvæðagreiðslan hefst núna! Asle Schrøder, oddviti í Steigen, var eins og aðrir orðinn leiður á endalausri rigningu. Sólarstundir hafa aldrei mælst færri í Norður-Noregi en í júní sl. og ekkert annað að gera en að slá því upp í grín.

Nánar...

03. júl. 2018 : Forgangsmarkmið samþykkt vegna heimsmarkmiðanna

Ríkisstjórn Íslands samþykkti nýlega tillögur verkefnastjórnar að forgangsröðun á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna (S.þ.). Tillögurnar eru liður í undirbúningi stjórnvalda vegna málsins, en innleiðingu á sem kunnugt er að vera lokið á árinu 2030. Endanlegar ákvarðanir um aðkomu sveitarfélaga að verkefninu verða teknar á XXXII. landsþingi þeirra, sem fram fer í september nk.

Nánar...
Síða 1 af 2