Fréttir: mar 2018, síða: 2

Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga

Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. fór fram föstudaginn 23. mars sl. á Grand Hótel Reykjavík. Sjálfkjörið var að þessu sinni í stjórn og varastjórn félagsins.

Lesa meira

Kynningarfundur um handbók í íbúalýðræði

Samband íslenskra sveitarfélaga gekkst í gær fyrir kynningarfundi vegna handbókar um aðferðir og leiðir í íbúalýðræði sem kom nýlega út á vegum sambandsins. Fundarmönnum gafst einnig kostur á þátttöku með fjarfundarbúnaði. Kynningarfundinum var ætlað að fylgja eftir útgáfu handbókarinnar, sem er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi.

Lesa meira

Varhugavert að samþykkja breytingar á kosningalögum

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti á fundi sínum rétt í þessu bókun um breytingar á kosningalögum. Bókunin var send formanni og varaformanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar auk þess sem forseti Alþingis fékk afrit af bókuninni og þess farið á leit að bókuninni yrði komið á framfæri við alla alþingismenn, fyrir atkvæðagreiðslu sem fram á að fara í dag.

Lesa meira

Óráðlegt að breyta kosningalöggjöf svo skömmu fyrir kosningar

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur bent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis á, að Evrópráðið ráðleggi almennt að breyta ekki kosningalöggjöf einu ári fyrir kosningar. Athugasemd þessa efnis var gerð við nefndina í dag vegna umsagnar sambandsins um frumvarp til breytinga á lögum um kosningar til sveitarstjórna.

Lesa meira

Hamingjan og heimurinn

Hamingja, heilsa og vellíðan með heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna var yfirskrift málþings sem haldið var í tilefni af alþjóðlega hamingjudeginum í gær. Heilsueflandi starf sveitarfélaga út frá heimsmarkmiðunum og hamingja landsmanna eftir sveitarfélögum var á meðal annars á dagskrá málþingsins.

Lesa meira

Kjarasamningurinn felldur

Niðurstöður úr allsherjaratkvæðagreiðslu í Félagi grunnskólakennara (FG) vegna kjarasamningsins sem undirritaður var 13. mars sl. liggja nú fyrir. Var samningurinn felldur 2.599 atkvæðum eða 68,5% greiddra atkvæða.

Lesa meira

Upplýsingar vegna endurtöku á samræmdu prófunum

Menntamálastofnun mun veita ýtarlegar upplýsingar um endurtöku samræmdra könnunarprófa. Svör við helstu spurningum verða birt á vef og Facebook-síðu stofnunarinnar og gengist verður fyrir upplýsingafundum, sem gerðir verða aðgengilegir á netinu. Þá verða birt svör við helstu spurningum á sérstöku svæði á vef ráðuneytisins um réttarstöðu nemenda og lagalega stöðu samræmdra könnunarprófa.

Lesa meira

Endurtaka að eigin vali

Menntamálaráðherra hefur ákveðið að nemendur ráði því sjálfir hvort þeir endurtaki samræmd könnunarpróf, en fyrirlögn mistókst sem kunnugt er í tveimur af þremur prófum í síðustu viku. Stjórnendur í hverjum skóla ákveða hvort þeir leggja prófin fyrir í vor eða haust.

Lesa meira

Heilsa, hamingja og vellíðan með heimsmarkmiðunum

Í tilefni af alþjóðlega hamingjudeginum, þann 20. mars, fer fram málþing sem helgað verður heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna til 2030 og Heilsueflandi samfélagi um vellíðan fyrir alla.

Lesa meira

Innkaupamaður ársins 2018

Ríkiskaup veittu þremur opinberum aðilum viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur og vinnubrögð í opinberum innkaupum á innkaupadeginum 2018. Er þetta í fyrsta sinn sem slík viðurkenning er veitt.

Lesa meira

Landsáætlun til 12 ára

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur gert umsögn um drög að landsáætlun til 12 ára ásamt verkefnaáætlun fyrir tímabilið 2018-2020. Gæta verður að samspili við önnur verkefni, s.s. samgönguáætlun, eigi landsáætlun að ganga fram.

Lesa meira

Kjarasamningur við Félag grunnskólakennara undirritaður

Samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara (FG) undirrituðu síðdegis í dag nýjan kjarasamning.

Kjarasamningurinn verður á næstu dögum kynntur félagsmönnum FG, en niðurstaða úr atkvæðagreiðslu félagsins er væntanleg þann 21. mars næstkomandi. Gildistími er frá 1. apríl 2018 til 31. mars 2019 eða tæplega eins árs og verður samningurinn birtur á vef sambandsins verði hann samþykktur.   

Lesa meira

Styrkir úr Sprotasjóði

Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Sprotasjóði leik-, grunn- og framhaldsskóla vegna skólaársins 2018 – 2019. Hlutverk sjóðsins er að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi.

Lesa meira

Forgangsmál Íslands innan EES

Samráðsfundur alþjóðateymis Sambands íslenskra sveitarfélaga og EES-teymis utanríkisráðuneytisins fór fram í morgun. Á lista ráðuneytisins yfir EES-forgansmál má finna ýmis mál sem varða beint hagsmuni sveitarstjórnarstigsins.

Lesa meira

Aukin útlán samhliða uppgjöri lífeyrisskudlbindinga

Afkoma Lánasjóðs sveitarfélaga, LS, var í samræmi við væntingar á síðasta ári eða 777 milljónir kr. Útlán vegna uppgjörs sveitarfélaga á lífeyrisskuldbindingum námu á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs um 15 milljörðum kr. sem samsvar hefðbundnum útlánum lánasjóðsins á tveggja ára tímabili. Aðalfundur LS fer fram á Grand hóteli, föstudaginn 23. mars nk. kl. 15:00.

Lesa meira