Fréttir: feb 2018, síða: 2

Verulegar breytingar fyrirhugaðar á sviði barnaverndar

Auk þess sem ráðist verður í heildarendurskoðun á barnaverndarlögum og skýrar formkröfur settar um samskiptahætti stjórnvalda í barnavernd, verður eftirlit með barnaverndarstarfi að hluta falið nýrri gæða- og eftirlitsstofnun. Velferðarráðuneytið boðar með þessum breytingum öflugra barnaverndarstarf á grunni sterkari stjórnsýslu. Ráðuneytið vonast einnig til að Barnaverndarstofa endurheimti samhliða fyrra traust.

Lesa meira

Norrænt samstarf í menningarmálum

Svíar, sem fara með formennsku í norrænu ráðherranefndinni, bjóða til ráðstefnu um norrænt samstarf í menningarmálum í Malmö 8.-9. maí nk. Lögð er áhersla á þátttöku sveitarstjórnarstigsins í ráðstefnunni.

Lesa meira

Atvinnutekjur hæstar á Austurlandi

Talsverðar breytingar hafa orðið á atvinnutekjum landsmanna eftir atvinnugreinum og svæðum samkvæmt nýrri skýrslu Byggðastofnunar vegna áranna 2008-2016. Heildaratvinnutekjur urðu í fyrsta sinn frá hruni meiri að raunvirði á ári en heildartekjur ársins 2008, en fram til ársins 2016 höfðu atvinnutekjur hvers árs verið lægri en rauntekjur þess árs. Þá voru meðalatvinnutekjur ársins 2016 hæstar á Austurlandi, sem er talsverð breyting frá árinu 2008,  þegar atvinnutekjur voru að meðaltali mestar á höfuðborgarsvæðinu.

Lesa meira

Virkjun vindorku á Íslandi

Halldór Halldórsson, formaður, veitti í dag viðtöku fyrir hönd Sambands íslenskra sveitarfélaga stefnumótunar- og leiðbeiningarrit Landverndar Virkjun vindorku á Íslandi. Í ritinu er vindorkustefna samtakanna lögð fram til kynningar og umræðu.

Lesa meira

Undirbúningur hafinn fyrir PISA 2018

Undirbúningi fyrir næstu PISA-könnun hefur verið hrundið af stað með kynningarfundi sem Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, átti með helstu hagaðilum skólasamfélagsins. Telur ráðherra mikilvægt að könnuninni verði sköpuð traust umgjörð þann dag sem hún fer fram í öllum skólum landsins.

Lesa meira

Samanburður á orkukostnaði heimila

Verulegur munur er á minnsta og mesta orkukostnaði heimila eftir landshlutum, óháð því hvort litið er til húshitunar eða raforkunotkunar. Þá virðist raforkunotendum almennt ekki ljóst, að þeim er heimilt að skipta við sölufyrirtæki að eigin vali, að því er kemur fram í samantekt Byggðastofnunar.

Lesa meira

Grípa verður til aðgerða strax

Tillögur samráðshóps Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri og Sambands íslenskra sveitarfélaga um aðgerðir til að auka nýliðun meðal kennara liggja nú fyrir. Merk tímamót, sem marka nýtt upphaf að sögn Halldórs Halldórssonar, formanns sambandsins. Aðgerðir að hálfu stjórnvalda verða kynntar í júní.

Lesa meira

Kosningar framundan, áskorun á ýmsa vegu

Þann 26. maí nk. ganga landsmenn að kjörborðinu og kjósa sér fulltrúa í 73 sveitarfélögum til næstu fjögurra ára. Íslendingar eru í nokkuð góðri þjálfun við að kjósa því tíðni alþingiskosninga er hærri en í meðalárum og stutt frá forsetakosningum. Það er því boðið upp á lýðræðisveislu nokkuð reglulega í því lýðræðisþjóðfélagi sem Ísland er.

Lesa meira

Íbúasamráð í sveitarfélögum og þátttaka íbúa

Handbók er komin út á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga um aðferðir og leiðir í íbúalýðræði. Verður handbókinni fylgt eftir með kynningarfundi þann 22. mars nk.

Lesa meira

Rammasamningur við AwareGo

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur gert rammasamning við AwareGo um sérkjör á öryggisvitundarfræðslu til sveitarfélaga. Gildir samningurinn fyrir öll sveitarfélög að Reykjavíkurborg undanskilinni, sem hefur þegar samið við fyrirtækið.

Lesa meira

Fyrsta landsáætlunin um uppbyggingu innviða

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur kynnt til umsagnar drög að landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum. Fjallar hún um stefnumótun vegna uppbyggingar innviða á ferðamannastöðum, leiðum og svæðum. Jafnframt er kynnt verkefnaáætlun til þriggja ára. Umsagnarfrestur um drögin rennur út 26. febrúar nk. Þá gengst ráðuneytið jafnframt fyrir opnum kynningarfundi um landsáætlunina 15. febrúar nk.

Lesa meira

Staðgreiðsluuppgjör sveitarfélaga 2017

Nú liggur fyrir staðgreiðsluuppgjör sveitarfélaga vegna ársins 2017. Hér er um að ræða bráðabirgðauppgjör sem er fært til bókar í ársreikningum sveitarfélaga 2017. Endanlegt uppgjör liggur svo ekki fyrir en í maílok þegar álagningarskráin verður lokuð.

Lesa meira

Gluggað í fjárhagsáætlanir sveitarfélaga

Fjárhagsáætlanir sveitarfélaga fyrir árin 2018 til 2021 taka mið af spám um áframhaldandi hagvöxt hér á landi. Skuldir og skuldbindingar lækka enn, sjöunda árið í röð, sem hlutfall af tekjum og fara úr 106% árið 2018 í 95% árið 2021 gangi áætlanir eftir. Árleg samantekt Sambands íslenskra sveitarfélaga um fjárhagsáætlanir sveitarfélaga til næstu fjögurra ára er komin út, barmafull af margs konar fjárhagsupplýsingum.

Lesa meira

Ársskýrsla innflytjendaráðs komin út

Einungis einn af þeim 18 starfshópum sem kveðið er á um í framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda, hefur verið settur á fót, að því er fram kemur í ársskýrslu innflytjendaráðs fyrir nýliðið ár. Mikilvægt er að mati ráðsins að upplýsingaflæði verði aukið á milli þeirra aðila sem að framkvæmd áætlunarinnar koma og utanumhald eflt með framvindu verkefna.

Lesa meira

Ísland í 2. sæti

Norðurlandaþjóðirnar röðuðu sér í fjögur af fimm efstu sætum í nýjustu lýðræðiskönnun World Economic Forum. Ísland er öðru sæti, næst á eftir Noregi sem trjónir í efsta sæti listans. Svíþjóð er í þriðja sæti og Danmörk í því fimmta, en Nýsjálendingar náðu að skjóta sér á milli grannríkjanna í fjórða sæti. Áhyggjuefni að lýðræði virðist á undanhaldi í heiminum.

Lesa meira

Jafnlaunastaðallstaðallinn vekur athygli

Kjarasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga fékk nýlega í heimsókn góða gesti frá Finnlandi. Tilgangur heimsóknarinnar var m.a. að fræðast um jafnlaunastaðilinn nýja og þann skjóta bata sem átt hefur sér stað í efnahags- og atvinnulífi hér á landi frá hruni.

Lesa meira

Orðsporið 2018

Dagur leikskólans var haldinn hátíðlegur í 11. sinn þriðjudaginn 6. febrúar 2018. Markmið dagsins er að beina sjónum að leikskólanum og því gróskumikla starfi sem þar fer fram. Í tilefni dagsins var Orðsporið veitt við hátíðlega athöfn á leikskólanum Álfasteini í Hörgársveit.

Lesa meira

Gate 21 vill flýta fyrir orkuskiptum

Gate 21 er metnaðarfullt samstarfsverkefni sem miðar að því, að flýta fyrir sjálfbærum vexti innan Greater Copenhagen, en svo nefnast samtök svæðisstjórna og sveitarfélaga í austurhluta Danmörku og Suður-Svíþjóð.

Lesa meira