Fréttir og tilkynningar: janúar 2018
Fyrirsagnalisti
Gjaldfrjáls aðgangur að jafnlaunastaðalinum

Gjaldfrjáls aðgangur hefur verið veittur að jafnlaunastaðlinum (ÍST 85:2012 – Kröfur og leiðbeiningar) skv. samningi velferðarráðuneytis og Staðlaráðs Íslands. Nálgast má staðalinn á vefnum ist85.is.
Nánar...Ekki sjálfgefið að kosningaþátttaka aukist

Samband íslenskra sveitarfélaga telur mikilvægt, að grundvallarbreytingar á kosningarétti byggi á vönduðum grunni. Tilraunaverkefni í Noregi leiddi t.a.m. í ljós, að lækkun kosningaaldurs í 16 ár hefði lítil áhrif á kosningaþátttöku ungs fólks á aldrinum 16-18 ára.
Nánar...Svæðisbundin flutningsjöfnun
Opnað verður fyrir styrkumsóknir vegna svæðisbundinnar flutningsjöfnunar 1. mars. nk. Byggðastofnun sér um úrvinnslu styrkumsókna og er tekið er við umsóknum í gegnum umsóknargátt á vef stofnunarinnar.
Nánar...Greinargerð um notendastýrða persónulega aðstoð á Norðurlöndum

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið saman greinargerð um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) á Norðurlöndum. Nauðsynlegt er að mati sambandsins að slík greinargerð liggi fyrir, en Alþingi hefur nú meðferðar frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, sem felur í sér lögfestingu NPA sem þjónustuforms.
Nánar...Samstarf um að efla nýsköpun hjá hinu opinbera
Marta Birna Baldursdóttir, sérfræðingur á skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, sagði nýlega frá væntanlegu samstarfi fjármálaráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um að endurvekja nýsköpunarverðlaun í opinberri stjórnsýslu og þjónustu og gera jafnframt könnun á nýsköpun hjá hinu opinbera. Verðlaunin voru síðast veitt á árinu 2015.
Nánar...Betri lausnir í opinberri þjónustu með samsköpun
Samsköpun (e. cocreation, d. samskabelse) hefur átt vaxandi fylgi að fagna í evrópskum nágrannalöndum okkar á undanförnum árum. Hér á landi hefur þessi áhugaverða hugmyndafræði enn ekki vakið teljandi athygli, svo vitað sé.
Nánar...Vanda verður betur til verka
Gangi þær róttæku breytingar á lögheimilisskráningum eftir, sem lagðar hafa verið til í frumvarpsdrögum um lögheimili og aðsetur, gæti það dregið verulegan dilk á eftir sér. Auk réttaráhrifa á skiptingu útsvarstekna og réttindi íbúa, þá eru þar ákvæði sem grafa undan skipulagsvaldi sveitarfélaga til lengri tíma litið. Nægileg greining á áhrifum frumvarpsins á sveitarfélög hefur ekki farið fram, segir m.a. í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Skipulagsnefnd sambandsins hefur einnig ályktað um málið.
Nánar...Dagur leikskólans 2018

Þriðjudaginn 6. febrúar nk. verður dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins í 11. sinn, en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Leikskólar landsins hafa á undanförnum árum haldið upp á dag leikskólans með margbreytilegum hætti og þannig stuðlað að jákvæðri umræðu um leikskólastarfið.
Nánar...Styrkir fyrir sveitarfélög til að setja upp opin þráðlaus net í almenningsrýmum

Evrópusambandið hefur ákveðið að veita sveitarfélögum styrki til að fjármagna uppsetningu opinna þráðlausra neta í almenningsrýmum, s.s. á torgum, í almenningsgörðum og opinberum byggingum s.s. bókasöfnum og heilsugæslustöðvum. Íslensk sveitarfélög geta sótt um.
Nánar...Endurmenntunarsjóður grunnskóla hefur opnað fyrir umsóknir

Stjórn Námsleyfasjóðs auglýsir eftir umsóknum í Endurmenntunarsjóð grunnskóla vegna endurmenntunarverkefna skólaárið 2018-2019. Umsóknarfrestur er til og með 21. febrúar 2018.
Nánar...- Fyrri síða
- Næsta síða