Fréttir og tilkynningar: nóvember 2017

Fyrirsagnalisti

28. nóv. 2017 : Hafnarfjarðarbær hlýtur Evrópuverðlaun fyrir nýsköpun í opinberri þjónustu

Frumkvöðlaverkefnið Geitungarnir, atvinnutækifæri fyrir fatlað fólk, hlaut nýverið EPSA-verðlaun Evrópustofnunarinnar í opinberri þjónustu (EIPA). Verðlaunin eru veitt vegna góðra starfshátta og nýstárlegra úrslausna í opinberri þjónustu.

Nánar...

28. nóv. 2017 : Tímabært að fjárheimildir ofanflóðasjóðs aukist umtalsvert

Minnisvardi-i-Neskaupstad

Ráðstöfunarfé ofanflóðasjóðs hefur skv. fjárlögum síðustu ára verið innan við helmingur af mörkuðum tekjum sjóðsins. Samband íslenskra sveitarfélaga vill að árlegar fjárheimildir ofanflóðasjóðs hækki, fari svo að tímabundnar heimildir sjóðsins vegna kostnaðar við hættumat verði framlengdar.

Nánar...

23. nóv. 2017 : Sóknaráætlanir landshluta – áherslur og úthlutanir 2016

Á síðasta ári bárust þeim sjö uppbyggingarsjóðum sem starfa á landinu samtals 1.063 umsóknir. Af þeim voru 630 umsóknir samþykktar eða 59% og nam heildarfjárhæð styrkja tæpum 429 m.kr. Þá voru heildarframlög til áhersluverkefna samtals 307 m.kr. vegna 54 verkefna.

Nánar...

22. nóv. 2017 : Evrópska nýtnivikan

Gerum gott úr hlutunum, bætum þá hluti sem laga og endurnýtum er yfirskrift nýtnivikunnar hjá Reykjavíkurborg sem stendur yfir dagana 18. til 25. nóvember. Nýtnivikan eða The European Week for Waste Reduction er samevrópskt framtak til stuðnings sjálfbærum lifnaðarháttum.

Nánar...

22. nóv. 2017 : Stjórnsýsla félagsþjónustu efld og eftirlit með þjónustunni aukið

VEL_Hafnargotua

Nýrri ráðuneytisstofnun hefur verið falið að bæta stjórnsýslu og eftirlit í félagsþjónustu á vegum sveitarfélaga, stofnana og fyrirtækja með slíka þjónustusamninga. Stefnt hefur verið að þessari nýbreytni um talsvert skeið, sem felur m.a. í sér að eftirlitshlutverk Barnaverndarstofu flyst, á síðari stigum, til nýju gæða- og eftirlitsstofnunarinnar.

Nánar...

21. nóv. 2017 : Ísland í efsta sæti í þróun upplýsingasamfélagsins

Meassuring-the-information-society-2017

Ísland er í efsta sæti á lista Alþjóðafjarskiptasambandsins, ITU, yfir mælingar á upplýsingasamfélaginu. Ísland var í 2. sæti á síðasta ári og skaust á milli mælinga upp fyrir Suður-Kóreu, sem vermt hefur 1. sætið á undanförnum árum. Sviss er í 3. sæti listans og Danmörk í því 4.

Nánar...

20. nóv. 2017 : Sveitarstjórnarvettvangur EFTA ályktar um gagnahagkerfið og Erasmus fyrir kjörna fulltrúa

Sveitarstjórnarvettvangur EFTA fundaði í sextánda sinn í Brussel 16.-17. nóvember sl. Vettvangurinn tók til starfa árið 2010 til að gæta hagsmuna sveitarstjórnarstigsins í EES EFTA samstarfinu. Í honum eiga sæti allt að sex kjörnir fulltrúar á sveitarstjórnarstigi frá Noregi og Íslandi og tveir áheyrnarfulltrúar frá Sviss. Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og landshlutasamtök sveitarfélaga tilnefna fulltrúa af hálfu Íslands.

Nánar...

20. nóv. 2017 : Er hægt að fimmfalda útflutningsverðmæti bláa hagkerfisins?

IMG_4013

Sóknarfæri bláa hagkerfisins var meginefni Sjávarútvegsráðstefnunnar 2017, sem fór nýlega fram í Hörpu. Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, fjallaði í opnunarerindi ráðstefnunnar um tækifæri fjórðu iðnbyltingarinnar til stóraukinnar verðmætasköpunar í sjávarútvegi.

Nánar...
Síða 1 af 3